Hafa samband

Niðurstöður atkvæðagreiðslna vegna sáttatillögu

Niðurstöður atkvæðagreiðslna vegna sáttatillögu

Talningu atkvæða vegna sáttatillögu ríkissáttasemjara, sem undirrituð var 20. febrúar síðastliðinn, er nú lokið. Af þeim 14 félögum innan SGS sem greiddu atkvæði um tillöguna samþykktu 13 félög hana en eitt þeirra felldi sáttatillöguna – Drífandi í Vestmannaeyjum. Að meðaltali var kjörsókn í aðildarfélögunum 20,3% og sveiflaðist hún talsvert milli félaga, allt frá 7,5% upp í 46,7% kjörsókn.

 

Niðurstöður atkvæðagreiðslna í einstaka félögum:

Félag Kjörsókn  Auðir og ógildir NEI JÁ % NEI % Niðurstaða
Aldan 12,30% 0 73 7 91% 9% Samþ.
Báran 13,70% 4 122 24 81% 16% Samþ.
Drífandi 46,70% 5 99 161 37% 61% Felld
Flóabandalagið 13,20% 25 2149 494 81% 19% Samþ.
Eining-Iðja 15,20% 0 367 70 84% 16% Samþ.
Framsýn 13,20% 3 89 18 81% 16% Samþ.
Samstaða 18,00% 1 40 10 78% 20% Samþ.
Stétt Vest 21,90% 0 72 20 78% 22% Samþ.
VLFA 10,30% 6 63 5 85% 7% Samþ.
Vlf. Grindavíkur 41,20% 3 235 12 95% 5% Samþ.
Vlf. Snæfellinga 7,50% 2 42 12 75% 21% Samþ.
Vlf. Þórshafnar 30,40% 1 32 5 84% 13% Samþ.
Samtals/meðaltal 20,30% 50 3383 838 79% 20%  

Þess má geta að til viðbótar við sáttatillögu ríkissáttasemjara þá mun kjarasamningurinn sem undirritaður var 21. desember sl. nú taka gildi í þeim félögum sem samþykktu sáttatillöguna. Þess ber einnig að geta að þeim fimm félögum innan SGS sem samþykktu samninginn frá 21. desember stendur til boða að skrifa undir umrædda sáttatillögu.