Hafa samband

Nýr kjarasamningur við Landsamband smábátaeiganda og Samband smærri útgerða

Undirritaður hefur verið nýr kjarasamningur um ákvæðisvinnu við línu og net. Samningurinn er milli Starfsgreinasambands Íslands annars vegar og Landssambands smábátaeigenda og Samtaka smærri útgerða hins vegar. Samningurinn gildir frá 1. apríl 2019 til 1. nóvember 2022. Launabreytingar í samningnum taka mið af Lífskjarasamningi Samtaka atvinnulífsins, verkalýðshreyfingarinnar og stjórnvalda.

Samninginn í heild sinni má finna hér.

IMG_0435.png

Frá undirritun samningsins talið frá vinstri; Axel Helgason formaður LS, Flosi Eiríksson framkvæmdastjóri SGS, Magnús S. Magnússon formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Sandgerðis, Bárður Guðmundsson formaður SSÚ og Örn Pálsson framkvæmdastjóri LS.