Hafa samband

Nýr kjarasamningur við Landsvirkjun

Nýr kjarasamningur við Landsvirkjun

Starfsgreinsamabandið fyrir hönd aðildarfélaga sinna og Landsvirkjun hafa undirritað nýjan kjarasamning.

Samningurinn verður kynntur félagsmönnum og atkvæði greidd um hann í vikunni og niðurstöður kosninganna verða kynntar mánudaginn 27.júní.

Samningurinn er að flestu leyti eins og samningur SGS við SA. Launahækkanir eru sama prósenta og um sömu eingreiðslur er að ræða. Samningur þessi fylgir samningi SA við aðildarfélög ASÍ og gildir frá 22.júní 2011 – 31.janúar 2014 með fyrirvara um gildi kjarasamninga ASÍ og SA.