Hafa samband

FRÉTTIR

Nýr stofnanasamningur við Vatnajökulsþjóðgarð og Umhverfisstofnun

Fulltrúar Starfsgreinasambandsins hafa undirritað nýjan stofnanasamning við Vatnajökulsþjóðgarð og Umhverfisstofnun. Samningurinn hafði ekki verið endurnýjaður síðan árið 2010 og því var sannanlega kominn tími til. Með þessum samningi er sjónum beint að sívaxandi fjölda starfsfólks sem vinnur allt árið, enda er landvarsla og þjónusta við ferðafólk ekki einungis bundið sumarvertíðinni lengur. Samningurinn er því ekki lengur sniðinn að sumarstarfsfólki eingöngu. Þá hafa störf breyst töluvert síðan síðasti samningur var gerður þannig að ný starfsheiti voru skilgreind. Að lokum var launauppbyggingu breytt töluvert þar sem vafi lék á lögmæti dagpeningagreiðslna sem hluta af launum og því var grunnröðun starfa í launaflokkum hækkuð verulega í stað fastra dagpeninga.

Stofnanasamninginn í heild sinni má lesa hér.