Hafa samband

Ráðstefna um málefni ræstingarfólks

Ráðstefna um málefni ræstingarfólks

Starfsgreinasamband Íslands vill vekja athygli á að mánudaginn 18. mars næstkomandi mun Báran stéttarfélag standa fyrir ráðstefnu um málefni ræstingarfólks. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Selfossi og stednur frá kl. 10:00 til 17:00. SGS hvetur starfsfólk í ræstingum sem og aðra áhugasama um að fjölmenna á ráðstefnuna, en hún er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Dagskrá ráðstefnunnar má nálgast á vef Bárunnar – www.baran.is.