Hafa samband

Verkakvennafélagið Framsókn 100 ára – afmælisráðstefna

Þann 25. október næstkomandi verða liðin 100 ár frá stofnun Verkakvennafélagsins Framsóknar. Í tilefni af 100 ára afmælinu standa Starfsgreinasambandið, Efling stéttarfélag, Alþýðusamband Íslands, Jafnréttisstofa og Kvennasögusafn Íslands fyrir málþingi í Iðnó föstudaginn 10. október kl. 13:00-16:00. Yfirskrift ráðstefnunnar er Verkakonur í fortíð og nútíð. Þar verður sjónum beint að baráttu verkakvenna á síðustu öld og stöðu þeirra í dag. Boðið verður upp á áhugaverð erindi og pallborðsumræður þar sem m.a. forystukonur Verkakvennafélagsins Framsóknar líta yfir farinn veg og skoða hvað hefur áunnist í baráttunni um bætt kjör verkakvenna. Dagskrá verður send út síðar, allir eru velkomnir að taka þátt og halda upp á þennan merka atburð í baráttusögu íslenskra kvenna.