Hafa samband

Verkfall framhaldsskólakennara

Nýlega samþykktu kennarar í ríkisreknum framhaldsskólum landsins að fara í verkfall 17. mars næstkomandi, hafi samningar við þá ekki náðst fyrir þann tíma.

Félagsmenn í aðildarfélögum SGS er að finna innan framhaldsskólanna og mikilvægt er að það launafólk sé upplýst um stöðu sína ef til verkfalls framhaldsskólakennara kemur. Yfirvofandi verkfall tekur aðeins til þeirra sem eru félagar í Félagi framhaldsskólakennara og Félagi stjórnenda í framhaldsskólum. Verkfallið tekur því ekki til húsvarða, starfsfólks í mötuneytum, starfsfólks við ræstingar eða annarra sem vinna almenn störf í framhaldsskólum. Þeim er þó óheimilt að ganga í störf kennara.