Hafa samband

FRÉTTIR

Trúnaðarmannanámskeið með óhefðbundnu sniði

Sú nýbreytni verður hjá Félagsmálaskóla alþýðu í haust að boðið verður upp á opið trúnaðarmannanámskeið með óhefðbundnu sniði.  Lengd námskeiðs samsvarar heilli viku, en henni dreift á allt misserið.  Byrjað verður á staðbundinni lotu sem tekur tvo daga (15. – 16. september), þar sem farið verður í Þjóðfélagið og vinnumarkaður, Trúnaðarmaðurinn, starf og staða, ásamt því að lögð verður áhersla á hópefli. Í fyrstu lotunni verða myndaðir hópar sem vinna saman þar til í lok námskeiðsins. Lota tvö hefst 4. október en þá verður farið í Túlkun kjarasamninga en þessi lota verður í svokallaðri vendikennslu. Þar verður námsefnið á rafrænu formi ásamt því að nemendur fá send til sín verkefni sem þeir leysa sameiginlega í hópum í gegnum netið.  Lota þrjú hefst 20. október, en hún verður með sama sniði og lota tvö.  Þar verður farið í Samskipti á vinnustað.  Endað verður í staðbundinni lotu (17. og 18. nóvember) þar sem farið verður í Lestur launaseðla, ásamt því að nemendur gera grein fyrir verkefnum sem unnin hafa verið í lotu tvö.

Nánari upplýsingar um námskeiðið má nálgast hér.

Skráning fer fram hér.