Hafa samband

Ungt fólk á vinnumarkaði

Ungt fólk á vinnumarkaði

Svíar fara nú með formennsku í ráðherranefnd Norðurlandaráðs og hafa lagt áherslu á norræn verkefni tengd vinnumarkaðnum auk umhverfismála. Hluti af því er fræðsla á vinnustöðum og að vinna gegn atvinnuleysi ungs fólks. Á fimmtudaginn verður kynnt skýrsla um stöðu ungs fólks á vinnumarkaðnum á Norðurlöndum en víða er atvinnuleysi í þessum hópi verulegt áhyggjuefni.

Það er forsætisráðherra Svíþjóðar Fredrik Reinfeldt sem boðar ráðherra Norðurlandanna, sérfræðinga á sviði vinnumarkaðsmála og fulltrúa úr verkalýðshreyfingunni á ráðstefnu á fimmtudaginn þar sem fjallað verður um atvinnumarkaðsúrræði fyrir ungt fólk í kjölfar skýrslunnar. Fundinum verður sjónvarpað beint á vef sænsku ríkisstjórnarinnar:http://www.regeringen.se/.

Þess má geta að Íslendingar munu taka við formennsku í ráðherranefndinni á næsta ári og verður unnið rannsóknarverkefni um kyngreindan vinnumarkað af því tilefni.