Ungliðafundur SGS

Fimmta árið í röð skipuleggur Starfsgreinasamband Íslands fund fyrir ungt fólk í hreyfingunni, að þessu sinni á Icelandair Hótel á Mývatni dagana 23. og 24. september næstkomandi. Tilgangur fundarins er annarsvegar að fræða og efla ungt fólk innan sambandsins og hinsvegar að útbúa vettvang fyrir ungt fólk til að koma saman og bera saman bækur sínar þegar kemur að þeirra áherslum í kjaramálum og fleiru.

Icelandair Hótel Mývatn
23. - 24. september