Samkvæmt kjarasamningum er gert ráð fyrir að starfsfólk, sem gert hefur kauptryggingar- og ráðningarsamning, sæki námskeið fyrir fiskvinnslufólk. Markmið námskeiðanna er að auka þekkingu starfsfólks á vinnslu sjávarafla, efla sjálfstraust, styrkja faglega hæfni og gera þá hæfari til allra almennra fiskvinnslustarfa.
Fiskvinnslunámskeiðin eru samtals 48 klst. og taka til allra helstu þátta er varða starfið og starfsgreinina. Bóklega námsefnið skiptist í 12 námsþætti:
Að öðru jöfnu skal halda námskeiðin á þeim tíma sem vinnslustöðvun varir og/eða takmarkað hráefni er til vinnslu. Námskeiðin skulu haldin þegar nægur þátttakendafjöldi fæst (a.m.k. 12 þátttakendur), en þó eigi sjaldnar en einu sinni á ári, enda verði aldrei færri en 8 þátttakendur á hverju námskeiði. Séu þátttakendur færri má sameina námskeiðshópa með fjarkennslu í gegnum fjarfundabúnað.
Sjá nánar um fyrirkomulag námsins í 18. kafla í kjarasamningi SGS og SA.