14. september 2023
Nýr kjarasamningur við Samband íslenskra sveitarfélaga
Síðastliðinn þriðjudag, 12. september, var undirritaður nýr kjarasamningur milli Starfsgreinasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Öll aðildarfélög SGS, 18 talsins, eiga aðild að samningnum. Samningurinn gildir í 6 mánuði, frá 1. október 2023 til 31. mars 2024, en fyrri samningur milli aðila rennur út þann 30. september næstkomandi
13. september 2023
Formannafundur SGS í Reykjanesbæ
Dagana 7. og 8. september funduðu formenn aðildarfélaga SGS á Hótel Keflavík í Reykjanesbæ. Meðal dagskrárliða var kynning frá Verkefnastofu starfsmats, en starfsmatskerfi sveitarfélaganna hefur verið mikið til umræðu innan raða SGS undanfarið.
30. ágúst 2023
Fræðsludagar og formannafundur í Reykjanesbæ
Dagana 6. og 7. september næstkomandi mun Starfsgreinasambandið standa fyrir fræðsludögum fyrir starfsfólk aðildarfélaga sambandsins, en þetta verður í sjöunda sinn sem SGS stendur fyrir viðburði sem þessum. Að þessu sinni fara fræðsludagarnir fram á Hótel Keflavík í Reykjanesbæ og er skráning með besta móti, tæplega 40 manns.
21. júní 2023
Nýr kjarasamningur við ríkið samþykktur
Atkvæðagreiðslu er lokið hjá 18 aðildarfélögum Starfsgreinasambands Íslands, vegna nýs kjarasamnings SGS og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs sem undirritaður var 15. júní síðastliðinn. Rafræn atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna stóð yfir dagana 16.-21. júní.
16. júní 2023
SGS undirritar kjarasamning við ríkið
Eftir mikil fundarhöld undanfarna mánuði undirrituðu 18 aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands nýjan kjarasamning við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóð þann 15. júní sl. og gildir samningurinn frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024.