16. mars 2021
Velferðarnefnd Alþingis skorar á stjórnvöld að leysa málefni starfsfólks á hjúkrunarheimilum
Starfsgreinasambandið hefur mótmælt harðlega þeirri aðferðafræði að segja upp tæplega 150 starfsmönnum á hjúkrunarheimilum í Fjarðabyggð og Vestmannaeyjum nú þegar rekstur þeirra er að flytjast til ríkisins. Velferðarnefnd Alþingis samþykkti á fundi sínum svofellda yfirlýsingu sem tekur undir sjónarmið SGS og hvetur stjórnvöld til að leysa málið.
12. mars 2021
SGS krefst þess að hætt verði við uppsagnir á hjúkrunarheimilum
Starfsgreinasamband Íslands mótmælir harðlega boðuðum uppsögnum á hjúkrunarheimilum í Fjarðabyggð og Vestmannaeyjabæ. Það er aumur fyrirsláttur hjá ríkinu að það sé nauðsynlegt vegna yfirfærslu rekstarins frá sveitarfélögum til ríkisins og hrein svik á því sem stéttarfélögum starfsmanna hefur verið gefið til kynna.
9. mars 2021
Greiðslur úr Félagsmannasjóði SGS
Félagsmenn aðildarfélaga SGS sem starfa hjá sveitarfélögum fá í samræmi við síðustu kjarasamninga greitt 1,5% af launum sínum í Félagsmannasjóð SGS. Greitt var úr sjóðnum í fyrsta sinn 1. febrúar síðastliðinn og hafa nú verið greiddar rúmar 218 milljónir króna til tæplega 5.000 félagsmanna.
23. febrúar 2021
Ískaldar kveðjur til starfsmanna Heilbrigðisstofnunnar Suðurlands
Enn og aftur eru það starfsmenn í ræstingu og nú einnig í þvottahúsi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) sem verða fyrir barðinu á uppsögnum vegna „hagræðingar“. Afl starfsgreinafélag, Báran stéttarfélag, Drífandi stéttarfélag og Verkalýðsfélag Suðurlands mótmæla fyrirhuguðum uppsögnum á ræstingafólki og starfsmönnum í þvottahúsi hjá HSU.
18. febrúar 2021
Mannamunur á vinnumarkaði
Efling, Starfsgreinasambandið og ASÍ efna til málþings um stöðu erlends verkafólks á Íslandi dagana 23.-26. febrúar. Boðið verður upp á áhugaverða dagskrá í formi fyrirlestra og umræðna. Um fjóra viðburði er að ræða sem verður streymt á miðlum samtakanna. Viðburðirnir verða textatúlkaðir á íslensku og ensku.