12. janúar 2021
Stytting vinnutíma á almennum vinnumarkaði
Í flestum kjarasamningum sem voru undirritaðir 2019 og 2020 er kveðið á um heimild til að gera breytingar á skipulagi vinnutíma og stytta vinnuvikuna í allt að 36 virkar vinnustundir á viku. Þetta á þó ekki við um öll stéttarfélög, því ýmsir hópar eru með annars konar útfærslu á vinnuskyldu en hefðbundna 40 stunda vinnuviku.
11. janúar 2021
Félagsmannasjóður
Allir félagsmenn aðildarfélaga SGS sem starfa eða störfuðu hjá sveitarfélagi á tímabilinu frá 1. febrúar 2020 til 31. desember 2020 eiga að fá greitt úr félagsmannasjóði 1. febrúar nk.
30. desember 2020
Um áramót
Árið sem er að líða hefur í öllum skilningi verið afar óvenjulegt. Covid-19 og aðgerðir til að hefta útbreiðslu hennar hafa haft gríðarlega mikil áhrif á launafólk og aðstæður á vinnumarkaði. Algert hrun hefur verið í ferðaþjónustu með tilheyrandi  fjöldauppsögnum og gjaldþrotum. Það hefur reynt mikið á samtök launafólks í þessu ástandi að verja kjör okkar fólks og reyna að tryggja að aðgerðir stjórnvalda nýtist almenningi í landinu en ekki sérvöldum hópum.
21. desember 2020
Jólakveðja SGS 2020
Starfsgreinasamband Íslands sendir öllum landsmönnum bestu óskir um gleðirík jól og von um ríka samstöðu á nýju ári. Vakin er athygli á að skrifstofa SGS verður lokuð milli jóla og nýárs, en ef erindið er brýnt er hægt að hafa samband við starfsfólk SGS í gegnum tölvupóst (sgs@sgs.is).
15. desember 2020
Ályktun frá formannafundi SGS
Formannafundur Starfsgreinasambands Íslands lýsir yfir þungum áhyggjum af því hvernig gengur að innleiða og skipuleggja styttri vinnuviku hjá starfsmönnum sveitarfélaga.