13. mars 2024
Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag
Rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands við Samtök atvinnulífsins hefst á slaginu kl. 12:00 í dag og stendur til kl. 09:00 miðvikudaginn 20. mars. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar verða tilkynntar sama dag.
11. mars 2024
Upplýsingasíða um nýjan kjarasamning SGS og SA
Starfsgreinasambandið hefur útbúið nýja upplýsingasíðu þar sem nálgast má gagnlegar upplýsingar varðandi nýjan kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA). Á síðunni er m.a. að finna öll helstu atriði samningsins, glærukynningu, upplýsingar um aðgerðir stjórnvalda, atkvæðagreiðslu o.fl. Upplýsingar um samninginn á ensku og pólsku eru væntanlegar.
7. mars 2024
Stöðugleika- og velferðarsamningur í höfn
Breiðfylkingin, sem samanstendur af Starfsgreinasambandinu, Samiðn og Eflingu, hefur undirritað nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins vegna starfa á hinum almenna vinnumarkaði. Samningurinn var undirritaður í húsakynnum ríkissáttasemjara á sjötta tímanum í dag. Um er að ræða langtímasamning en gildistími samningsins er frá 1. febrúar 2024 til 31. janúar 2028.
24. janúar 2024
Breiðfylkingin vísar kjaradeilu til ríkissáttasemjara
Komið er að krossgötum í viðræðum Breiðfylkingar stærstu landssambanda og stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði við Samtök atvinnulífsins. Eftir fjölda funda er komið í ljós að SA fallast ekki á hófsama nálgun Breiðfylkingarinnar.
28. desember 2023
Áskorun gegn gjaldskrárhækkunum
Fyrr í dag átti SGS fund með Samtökum atvinnulífsins ásamt samfloti landssambanda og stærstu stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði. Um var að ræða fyrsta formlega fundinn um endurnýjun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði.