30. apríl 2024
Fjölbreytt dagskrá um land allt á baráttudegi verkalýðsins
Fyrsti maí verður haldinn hátíðlegur á morgun, 1. maí, og boða aðildarfélög SGS og önnur stéttarfélög til baráttufunda, hátíðarhalda og kröfuganga víða um land á þessum mikilvæga baráttudegi. Dagskráin er að vanda afar fjölbreytt en hér að neðan má sjá viðburði á hverjum stað fyrir sig. Nánari dagskrá hefur verið auglýst í fréttabréfum félaganna og á heimasíðum viðkomandi stéttarfélags.
29. apríl 2024
Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2024
Starfsgreinasambandið vill minna félagsmenn á rétt sinn á að fá greidda orlofsuppbót/persónuuppbót, en það er föst fjárhæð sem atvinnurekendum er skylt að greiða starfsfólki sínu í maí/júní ár hvert. Uppbótin miðast við starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu, inniheldur orlof og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum kjarasamninga. Áunna orlofsuppbót skal gera upp samhliða starfslokum verði þau fyrir gjalddaga uppbótarinnar.
16. apríl 2024
Nýjar reiknivélar
Starfsgreinasambandið hefur útbúið nýjar reiknivélar sem félagsmenn og aðrir geta nýtt að vild. Reiknivélarnar eru settar upp í hugbúnaðarlausninni GRID sem hjálpar til við að birta töluleg gögn með aðgengilegum og skilvirkum hætti.