Fyrsti maí verður haldinn hátíðlegur á morgun, 1. maí, og boða aðildarfélög SGS og önnur stéttarfélög til baráttufunda, hátíðarhalda og kröfuganga víða um land á þessum mikilvæga baráttudegi. Dagskráin er að vanda afar fjölbreytt en hér að neðan má sjá viðburði á hverjum stað fyrir sig. Nánari dagskrá hefur verið auglýst í fréttabréfum félaganna og á heimasíðum viðkomandi stéttarfélags. Félagsmenn og aðrir eru hvattir til að fjölmenna!
Hafnarfjörður
Samstöðu- og baráttutónleikar Verkalýðsfélagsins Hlífar og STH (Starfsmannafélags Hafnarfjarðar) verða haldnir í Bæjarbíói, kl. 14:00. Fram koma JóiPé og Króli, Eyþór Ingi og Jóhanna Guðrún. Boðið verður upp á veitingar á staðnum.
Akranes
Verkalýðsfélag Akraness, Sameyki, VR, FIT, Kennarasamband Íslands og Sjúkraliðafélag Íslands standa fyrir dagskrá á hátíðar- og baráttudegi verkafólks 1. maí. Safnast verður saman við skrifstofu Verkalýðsfélags Akraness að Þjóðbraut 1, kl. 14 og genginn hringur að bæjarskrifstofum Akraness þar sem hátíðardagsrá hefst í sal eldri borgara. Björg Bjarnadóttir framkvæmdarstjóri SGS flytur hátíðarræðu, fjöldasöngur og Kvennakórinn Ymur syngur nokkur lög. Boðið verður upp á kaffi og kökur að hætti kórsins.
Stykkishólmur
Verkalýðsfélag Snæfellinga, Kjölur og Sameyki standa fyrir dagskrá á Fosshótel Stykkishólmi. Dagskráin hefst kl. 13:30. Kynnir er Þóra Sonja Helgadóttir (Kjölur) og ræðumaður er Saga Kjartansdóttir, verkefnastjóri vinnustaðaeftirlits ASÍ. Tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Stykkishólms, Sölku Sól og Karli Olgeirssyni. Kaffiveitingar í boði.
Grundarfjörður
Verkalýðsfélag Snæfellinga, Kjölur og Sameyki standa fyrir dagskrá í Samkomuhúsinu. Dagskráin hefst kl. 14:30. Kynnir er Garðar Svansson (Sameyki) og ræðumaður er Saga Kjartansdóttir, verkefnastjóri vinnustaðaeftirlits ASÍ. Tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Grundarfjarðar, Sölku Sól og Karli Olgeirssyni. Kaffiveitingar í boði.
Snæfellsbær
Verkalýðsfélag Snæfellinga, Kjölur og Sameyki standa fyrir dagskrá í Klifi. Dagskráin hefst kl. 15:30 Kynnir er Þóra Sonja Helgadóttir (Kjölur) og ræðumaður er Saga Kjartansdóttir, verkefnastjóri vinnustaðaeftirlits ASÍ. Tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Snæfellsbæjar, Sölku Sól og Karli Olgeirssyni. Kaffiveitingar í boði.
Borgarnes
Stéttarfélag Vesturlands og Kjölur standa fyrir hátíðar- og baráttufundi sem hefst í Hjálmakletti, Borgarnesi kl. 14:30. Ávarp, atriði frá Tónlistarskólanum í Borgarnesi, Bjarni Freyr Gunnarsson tekur lagið. Ræðu dagsins flytur Aleksandra Leonardsdóttir. Einnig koma fram Barnakórarnir og Jón Jónsson. Félögin bjóða samkomugestum upp á kaffihlaðborð að fundi loknum. Foreldrar og nemendur 9.bekkjar í Grunnskólans í Borgarnesi sjá um veitingar. Klukkan 12:00 verður bíó fyrir yngstu kynslóðina í Óðali – popp og svali í boði.
Búðardalur
Kjölur Stéttarfélag, Stéttarfélag Vesturlands og Sameyki standa saman að samkomu í Dalabúð kl. 13:30. Ávarp dagsins flytur Signý Jóhannesdóttir. Jón Jónsson og Kórinn Hljómbrot koma fram.
Ísafjörður
Lagt verður af stað frá Alþýðuhúsinu kl. 14:00 með Lúðrasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar í fararbroddi. Hátíðardagskrá í Edinborg.
- Ræðumaður dagsins: Bergvin Eyþórsson.
- Fagranesið tekur nokkur lög og barnakór Tónlistarskólans 3. til 4. bekkur syngur.
- Pistill dagsins: Lísbet Harðar Ólafardóttir
- Maraþonmenn tala lagið
- Slysavarnardeildin Iðunn sér um kaffiveitingar í Guðmundarbúð að lokinni dagskrá í Edinborgarhúsinu.
- Bíó fyrir börn í Ísafjarðarbíói kl. 14:00 og kl. 16:00 - 10 líf
- Bíó fyrir eldri í Ísafjarðarbíói kl. 20:00 – The Fall Guy
Patreksfjörður
Bíó fyrir börn kl. 16:00 - 10 líf.
Flateyri
Dagskrá hefst á Bryggjukaffi á Flateyri kl. 15:00. Verkalýðsfélagið Skjöldur 90 ára, hljómsveitin ÆFING 55 ára. Sögur, myndir, tónar. BIBarinn og Siggi Björns leiða dagskrá.
Bolungarvík
Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur býður í kaffi og meðlæti kl. 14:00. Unglingastig Grunnskóla Bolungarvíkur sér um kaffiveitingar. Tónlistarskóli Bolungarvíkur og Karlakóreinn Ernir skemmta.
Blönduós
Kaffiveitingar verða að venju í Félagsheimilinu á Blönduósi. Dagskráin hefst kl. 15:00. Boðið verður upp á frábæra tónlist og söng. Ræðumaður dagsins er Sigurey A. Ólafsdóttir, formaður Stéttarfélagsins Samstöðu. Afþreying fyrir börn og Kvenfélag Svínavatnshrepps sér um glæsilegar veitingar.
Akureyri
Kröfuganga og hátíðardagskrá á Akureyri miðvikudaginn 1. maí. Göngufólk safnast saman við Alþýðuhúsið kl. 13:45 og kl. 14:00 verður lagt af stað við undirleik Lúðrasveitar Akureyrar. Hátíðardagskrá í Hofi að lokinni kröfugöngu
- Kynnir: Anna Júlíusdóttir, formaður Einingar-Iðju
- Ávarp 1. maí nefndar stéttarfélaganna: Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM
- Hátíðarræða: Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ
- Leikfélag Menntaskólans á Akureyri sýnir atriði úr söngleiknum um Gosa
- Ívar Helgason tekur lagið
- Kaffihressing að dagskrá lokinni
- Pylsur, safi og andlitsmálning fyrir börnin
Fjallabyggð
Boðið verður upp á létta dagskrá í sal félaganna að Eyrargötu 24b Siglufirði miðvikudaginn 1. maí kl. 14:30 – 17:00. Ávarp frá 1. maí nefnd stéttarfélaganna og kaffiveitingar.
Húsavík
Stéttarfélögin standa fyrir hátíðarhöldum 1. maí á Fosshótel Húsavík. Hátíðin hefst kl. 14:00. Boðið verður upp á veglegt kaffihlaðborð frá hótelinu, hátíðarræða, auk þess sem heimamenn í bland við góða gesti munu sjá um að skemmta gestum með mögnuðum tónlistaratriðum.
- Ruth Ragnarsdóttir syngur Maístjörnuna við undirleik Ísaks M. Aðalsteinssonar
- Hátíðarræða: Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags
- Tónsmiðjan spilar og syngur nokkur lög
- Nemendur Tónlistarskóla Húsavíkur flytja tónlist
- Ávarp: Ósk Helgadóttir, varaformaður Framsýnar stéttarfélags
- Geirmundarsveifla: Flytjendur Jónína Björt Gunnarsdóttir, Guðrún Arngrímsdóttir, Maja Eir Kristinsdóttir, Pétur Valgarð Pétursson og Grétar Örvarsson
Vopnafjörður
Félagsheimilinu Miklagarði – Gunnar Smári Guðmundsson flytur ávarp. Boðið verður upp á súpu undir ávarpi félagsins sem fer fram á milli kl. 12:00 og 13:00.
Borgarfjörður eystri
Samkoma í Álfheimum þar sem Aleksandra Radovanovic flytur ávarp. Boðið verður upp á súpu undir ávarpi félagsins sem fer fram á milli kl. 12:00 og 13:00.
Seyðisfjörður
Samkoma í Félagsheimilinu Herðubreið þar sem Sverrir Mar Albertsson flytur ávarp. Boðið verður upp á súpu undir ávarpi félagsins sem fer fram á milli kl. 12:00 og 13:00.
Egilsstaðir
Samkoma á Hótel Héraði þar sem Nikulás Daði Arnarson flytur ávarp. Boðið verður upp á súpu undir ávarpi félagsins sem fer fram á milli kl. 12:00 og 13:00.
Reyðarfjörður
Samkoma í Heiðarbær þar sem Ágúst Ívar Vilhjálmsson flytur ávarp. Boðið verður upp á súpu undir ávarpi félagsins sem fer fram á milli kl. 12:00 og 13:00.
Eskifjörður
Samkoma í Melbær þar sem Sverrir Kristján Einarsson flytur ávarp. Boðið verður upp á súpu undir ávarpi félagsins sem fer fram á milli kl. 12:00 og 13:00.
Neskaupstaður
Samkoma á Hótel Hildibrand þar sem Sunna Júlía Þórðardóttir flytur ávarp. Boðið verður upp á súpu undir ávarpi félagsins sem fer fram á milli kl. 12:00 og 13:00.
Fáskrúðsfjörður
Samkoma í Glaðheimum þar sem Jón Kristinn Arngrímsson flytur ávarp. Boðið verður upp á súpu undir ávarpi félagsins sem fer fram á milli kl. 12:00 og 13:00.
Stöðvarfjörður
Samkoma í Grunnskólanum Stöðvarfirði þar sem Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir flytur ávarp. Boðið verður upp á súpu undir ávarpi félagsins sem fer fram á milli kl. 12:00 og 13:00.
Breiðdalsvík
Samkoma í Hamri kaffihúsi þar sem Bára Kolbrún Pétursdóttir flytur ávarp. Boðið verður upp á súpu undir ávarpi félagsins sem fer fram á milli kl. 12:00 og 13:00.
Djúpivogur
Samkoma á Hótel Framtíð þar sem Guðrún Aradóttir flytur ávarp. Boðið verður upp á súpu undir ávarpi félagsins sem fer fram á milli kl. 12:00 og 13:00.
Hornafjörður
Samkoma á Heppu restaurant þar sem Sigurður Einar Sigurðsson flytur ávarp. Boðið verður upp á súpu undir ávarpi félagsins sem fer fram á milli kl. 12:00 og 13:00.
Selfoss
Kröfuganga hefst klukkan 11:00. Lúðrasveit Selfoss leiðir gönguna frá Austurvegi 56 að Hótel Selfoss þar sem að dagskrá og skemmtun fer fram.
- Kynnir er Jónas Yngvi Ásgrímsson, frá VR
- Ræðumaður verður Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB
- Annar ræðumaður verður Klaudia Joanna Figlarska, nemandi í ML
- Fríða Hansen ásamt Alexander Frey taka lagið.
- Afrekshópur dansakademíunar kemur fram.
- Fimleikadeild UMFS sér um andlitsmálun.
- Kaffi, kökur og veitingar.
Vestmannaeyjar
1. maí verður verður haldinn hátíðlegur í AKÓGES. Húsið opnar kl. 14:00 og verður tekið á móti börnum á öllum aldri með andlitsmálningu og blöðrum. Skólahljómsveit Vestur- og Miðbæjar ásamt Skólalúðrasveit Vestmannaeyja sjá um tónlistaratriðin. Ávarp, kaffi, vöfflur og fleira á boðstólnum.
Reykjanesbær
Stéttarfélögin á Suðurnesjum bjóða félags- fólki og öðrum íbúum svæðisins á baráttufund í Stapa, Hljómahöll kl.14:00 til 16:00. Öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.
- Mummi Hermanns leikur ljúfa tóna.
- Guðbjörg Krismundsdóttir, formaður VSFK, setur dagskrá.
- Ræðumaður dagsins er Hilmar Harðarson, formaður FIT.
- Bjartmar Guðlaugsson tekur nokkra klassíska slagara,
- Guðlaugur Ómar frá Leikfélagi Keflavíkur
- Karlakór Keflavíkur slær botninn í dagskrána.
- Að venju bjóða stéttarfélögin upp á ókeypis bíósýningu fyrir börnin kl. 13.00 í Sambíóinu við Hafnargötu
Grindavík
Dagskrá fellur niður sökum hamfaranna í Grindavík.