Aðalkjarasamningar SGS

Aðalkjarasamningur er heiti sem notað er um kjarasamning milli samtaka launafólks og atvinnurekenda um helstu grundvallaratriði varðandi laun, vinnutíma, réttindi og önnur starfskjör sem eru sameiginleg fyrir alla félagsmenn innan tiltekins sambands stéttarfélaga. Slíkur samningur tryggir launafólki lágmarkskjör sem þýðir að samningur um lakari kjör en samningurinn kveður á um er ógildur.

Eitt af meginverkefnum Starfsgreinasambandsins snýr að gerð og eftirfylgni kjarasamninga og hefur sambandið séð um gerð og útgáfu fjölda kjarasamninga frá stofnun þess. Stærstu viðsemjendur Starfsgreinasambandsins eru Samtök atvinnulífsins, Ríkissjóður og Samband íslenskra sveitarfélaga. Hér að neðan má nálgast samninga SGS við þessa aðila. Athugið að heildarútgáfa af nýjum kjarasamningum SGS og SA er ekki tilbúin en verður birt á vefnum um leið og hún liggur fyrir.

Kjarasamningur SGS og SA vegna starfa á almennum vinnumarkaði Kjarasamningur SGS og SA vegna veitinga-, gisti-, þjónustu-og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi Kjarasamningur SGS og Sambands íslenskra sveitarfélaga Kjarasamningur SGS og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs
Var efnið hjálplegt?