Sjálfboðaliðar

Undanfarin ár hefur það færst í aukana að atvinnurekendur á Íslandi fái til sín starfsfólk í sjálfboðastörf. Með sjálfboðaliðastörfum er átt við að ýmist eru engin laun greidd eða mögulega fæði, gisting og uppihald auk þess sem einhvers konar skemmtunar/afþreyingar komi til móts það vinnuframlag sem innt er af hendi. Algengast er að um sé að ræða erlend ungmenni og að vinnan sé hluti af upplifuninni eða einhvers konar ævintýramennska.

Gera verður skýran greinarmun á sjálfboðastörfum í efnahagslegri starfsemi annars vegar og sjálfboðaliðum í samfélagslegri vinnu hins vegar. Sjálfboðavinna við efnahagslega starfsemi, framleiðslu og sölu á vöru eða þjónustu á markaði (í hagnaðarskyni) oft í samkeppni við fyrirtæki í sömu atvinnustarfsemi, felur í sér óásættanleg undirboð á íslenskum vinnumarkaði og stenst hvorki kjarasamninga né lög.

Dæmi um slíka vinnu er vinna við ýmiss konar ferðaþjónustu, nánar tiltekið vinna í kaffi- og veitingahúsum, á gistiheimilum og hótelum, hestaleigum og við hellaskoðanir auk ýmiskonar blandaðra starfa á sveitabýlum og/eða bændagistingu. Laun og önnur starfskjör slíkra starfa skulu ávalt vera skv. lágmarkskjörum viðkomandi starfsgreinar, sem aðildarsamtök vinnumarkaðarins hafa samið um. Alltaf skal fylgja gildandi kjarasamningum, sem þýðir m.a. að gera á ráðningarsamning, greiða að minnsta kosti lágmarkslaun og gefa út launaseðill þar sem fram koma laun og önnur starfskjör og heimilaðir frádráttarliðir. Allt endurgjald fyrir vinnu skal síðan telja fram til skatts og skila hinu opinbera, stéttarfélögum og sjóðum því sem þeirra er.

Ef þú ert í vafa um hvort störf sjálfboðaliða rúmast innan ramma laganna, ekki hika við að hafa samband við SGS eða eitthvert af aðildarfélögum þess.

Sjá nánar á volunteering.is

Gagnlegar upplýsingar

Yfirlýsing ASÍ og SA vegna sjálfboðaliða Agreement on volunteers by ASÍ and SA Yfirlýsing SGS og Bændasamtakanna vegna sjálfboðaliða Agreement on volunteers by SGS and BÍ Minnisblað ASÍ um ólaunaða vinnu og undirboð á íslenskum vinnumarkaði Skoðun ASÍ varðandi undirboð á vinnumarkaði í formi ólaunaðrar vinnu Bréf Ríkisskattstjóra til ASÍ vegna ólaunaðrar vinnu Bréf SGS vegna sjálfboðaliðastarfa Are you working illegally as a volunteer?
Var efnið hjálplegt?