Nýársvakning

Í kvæðinu Þegar landið fær mál, í ljóðabókinni Hart er í heimi frá árinu 1939 gerir Jóhannes úr Kötlum skiptingu auðs að umtalsefni og afleiðingar af sérhyggjunni. Kvæðið á enn erindi við nútímann þar sem það dregur upp mynd af forheimsku þeirrar sjálfhverfu einstaklingshyggju og græðgi og afleiðingum þeirra lífsviðhorfa sem við höfum sopið seyðið af og glímum nú við eftir hrunið;   ,,Hvílíkt heimskunnar vald, þegar vinnufús þjóð kringum verkefnin iðjulaus snýst, meðan skorturinn vex eins og friðvana fljóð og hans feigð inn í sálirnar brýzt. Hvílíkt heimskunnar vald ræður vilja þess manns sem knýr veikari bróður á hjarn og sem gína vill einn yfir auði síns lands - hann er ekki minn sonur, mitt barn.”   Svo segir landið í ljóðinu sem kallar á breytingar og vísar til þeirrar samstöðu sem slíkum breytingum eru nauðsynlegar og allir verði að leggja sitt af mörkum;   ,,Sá sem koma skal næst, verður þú, einmitt þú, það ert þú sem ég fel nú minn hag því hin langþráða stund hefur nú, einmitt nú - óðum nálgazt og kemur í dag.”   Og skilaboðion voru skýr í ljóðinu fyrir 70 árum og eru það enn;   ,,Og nú flyt ég til þín þessi alvöruorð, sem mitt ættarland hvíslaði að mér. Ekki einungis mig bindur ósk þess við borð, - lífið allt krefst hins sama af þér. Hvað er ég? Hvað ert þú? Hvað er hún? Hvað er hann? Sama hönd, sama önd, sama blóð! Að slá skjaldborg um réttlætið, maður við mann, það er menningin, íslenzka þjóð!
  1. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag
  2. 3/11/2024 3:03:03 PM Upplýsingasíða um nýjan kjarasamning SGS og SA (1)
  3. 3/7/2024 6:41:09 PM Stöðugleika- og velferðarsamningur í höfn
  4. 1/24/2024 4:49:25 PM Breiðfylkingin vísar kjaradeilu til ríkissáttasemjara