Stofnanasamningar SGS

Stofnanasamningur er hluti af miðlægum kjarasamningi og er meðal annars ætlað að tryggja þróun og stuðla að skilvirkara launakerfi sem tekur mið af þörfum og verkefnum stofnunar og starfsfólks hennar. Í stofnanasamningi er m.a. samið um grunnröðun starfa og viðbótarforsendur eins og starfsreynslu, símenntun o.fl.

Starfsgreinasambandið er með stofnanasamninga við fjórar stofnanir: Veðurstofu Íslands, Vegagerðina, Skógræktina og Umhverfisstofnun og Vatnajökulsþjóðgarð. Samningarnir byggja allir á kjarasamningi SGS og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs.

Stofnanasamningur SGS og Veðurstofu Íslands Stofnanasamningur SGS og Vegagerðarinnar Stofnanasamningur SGS og Skógræktarinnar Stofnanasamningur SGS við Umhverfisstofnun og Vatnajökulsþjóðgarð


Nánari upplýsingar um gerð og inntak stofnanasamninga má finna á vefsíðunni stofnanasamningar.is.

Var efnið hjálplegt?