Trúnaðarmannanámskeið

Í kjarasamningum er kveðið á um að trúnaðarmönnum skuli gefinn kostur á að sækja námskeið sem miða að því að gera þá hæfari í starfi. Félagsmálaskóli Alþýðu stendur fyrir umfangsmikilli fræðslustarfsemi fyrir trúnaðarmenn.

Félagsmálaskólinn skipuleggur bæði lengri og styttri námskeið eftir óskum stéttarfélaganna en trúnaðarmannanámskeiðin eru kennd samkvæmt námsskrá frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Námskeiðin eru oftast haldin á svæði hvers félags.

Á námskeiðunum, sem skiptast í fjóra hluta, er m.a. farið yfir hlutverk stéttafélaga, sambanda og heildarsamtaka á vinnumarkaði, hlutverk trúnaðarmanns á vinnustað og hvernig stuðla má að góðum samskiptum á vinnustað. Einnig læra nemendur um innihald og uppbyggingu kjarasamninga, lestur launaseðla o.fl.

Frekari upplýsingar um trúnaðarmannanámskeið má finna á vefsíðu Félagsmálaskólans.

Var efnið hjálplegt?