Reiknivélar SGS

Starfsgreinasambandið hefur útbúið nýjar reiknivélar sem félagsmenn og aðrir geta nýtt að vild. Reiknivélarnar eru orðnar yfir 10 talsins og eiga fleiri eftir að bætast við innan tíðar meðfram þróun á þeim sem fyrir eru. Með reiknivélunum geta notendur m.a. fundið út laun skv. kauptöxtum, séð sínar kjarasamningsbundnu hækkanir og hvaða áhrif þær hafa á launin og reiknað út orlofsuppbót. Reiknivélunum er skipt eftir því hvort fólk starfar á almennum vinnumarkaði, hjá sveitarfélögum eða ríki.