Sérkjarasamningar SGS

Sérkjarasamningur er samningur sem gerður er á milli eins eða fleiri stéttarfélags við eitt eða fleiri fyrirtæki í sömu atvinnugrein. Þessir samningar ná oftast til afmarkaðra þátta eins og vinnuaðstæðna og vinnutíma og í þeim er gjarnan vísað til aðalkjarasamninga varðandi aðra þætti.

Starfsgreinasambandið gerir fjóra sérkjarasamninga fyrir hönd aðildarfélaga sinna og byggir heildarútgáfa þriggja þeirra á aðalkjarasamningi SGS og Samtaka atvinnulífsins.

Landssamband smábátaeigenda og Samtök smærri útgerða

Sérkjarasamningur SGS við Landssamband smábátaeigenda og Samtök smærri útgerða 2022-2024

Samningurinn gildir um starfsmenn sem vinna við uppstokkun eða beitningu í landi annarra en þeirra sem eru hlutaráðnir, enda gilda þar ákvæði sjómannasamninga. Samningurinn gildir jafnframt fyrir starfsmenn sem starfa við netavinnu. 

Bændasamtök Íslands

Sérkjarasamningur SGS og Bændasamtaka Íslands 2022-2024

Samningurinn gildir um starfsfólk sem vinnur almenn landbúnaðarstörf á bændabýlum. Auk þess falla ráðskonur/matráðar á bændabýlum undir samninginn. Starfsmenn sem starfa við ferðaþjónustu í smærri stíl geta fallið undir gildissvið samningsins ef það er samþykkt af hálfu viðkomandi stéttarfélags.

Landsvirkjun

Kjarasamningur SGS og Landsvirkjunar 2022-2024 Kjarasamningur SGS og Landsvirkjunar 2019-2022

Samningurinn gildir um kaup og kjör starfsfólks sem starfar við rekstur, viðhald og aðra þjónustu í dreifikerfum og aflstöðvum Landsvirkjunar sem eru í rekstri.

NPA miðstöðin

Sérkjarasamningur SGS/Eflingar og NPA miðstöðvarinnar 2022-2024

Samningurinn gildir um kaup og kjör aðstoðarfólks fatlaðs fólks.

Var efnið hjálplegt?