21. desember 2014
Jólakveðja SGS
Starfsgreinasamband Íslands sendir öllum landsmönnum bestu óskir um gleðirík  jól og von um farsæla kjarabaráttu og samstöðu á nýju ári. Vakin er athygli á að skrifstofa SGS verður lokuð milli jóla og nýárs, en hægt er að hafa samband við starfsfólk SGS í gegnum tölvupóst (sgs@sgs.is).
18. desember 2014
SGS hafði sigur í Félagsdómi í máli gegn Vísi hf.
Félagsdómur hefur kveðið upp dóm í máli Alþýðusambandsins, f.h. SGS vegna Framsýnar stéttarfélags gegn Samtökum atvinnulífsins vegna Vísis hf. Tildrög málsins eru þau að Vísir hf., sem hefur rekið fiskvinnslur á fjórum stöðum á landinu, Grindavík, Djúpavogi, Húsavík og Þingeyri tók í mars sl. ákvörðun um að flytja alla fiskvinnslu fyrirtækisins til Grindavíkur. Fyrirtækið greindi frá þessu opinbe…
12. desember 2014
Formannafundur SGS haldinn í dag
Í dag, föstudaginn 12. desember, heldur Starfsgreinasambandið formannafund sinn og fer hann að þessu sinni fram í Reykjavík. Um er að ræða fjórða formannafund SGS í ár, en til fundarins eru boðaðir formenn aðildarfélaga SGS, alls 19 talsins. Á fundinum verða ýmis mál tekin fyrir og má þar á meðal nefna málefni VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs, starfsmatskerfið og niðurstöður launaúttektar. Þá mun Ber…
8. desember 2014
SGS flytur í nýjar skrifstofur
Í lok nóvember flutti Starfsgreinasambandið sig um set í nýjar skrifstofur í nýrri viðbyggingu við Guðrúnartún 1, en framkvæmdir á viðbyggingunni hafa staðið yfir frá því sumarið 2013. Í nýja skrifstofurýminu eru fimm skrifstofur og þar af á Starfsgreinasambandið fjórar. Í nýja rýminu má auk þess finna nýjan og glæsilegan fundarsal sem mun eflaust nýtast vel í framtíðinni. Eins og áður sagði þá ha…
4. desember 2014
Þing Sjómannasambands Íslands: Ræða framkvæmdastjóra SGS
29. þing Sjómannasambands Íslands fer fram dagana 4. og 5. desember 2014 á Grand Hótel Reykjavík. Meðal gesta á þinginu er Drífa Snædal, en hún flutti erindi á þinginu í dag. Erindið í heild seinni má lesa hér að neðan. Ágætu þingfulltrúar, Það er mér mikill heiður og ánægja að fá að ávarpa ykkur á þessum vettvangi enda er það hátíð þegar launafólk kemur saman til að ræða stöðu sína og hvernig m…