31. mars 2023
Alþjóðleg ráðstefna IUF á Íslandi
Dagana 27.-29. mars stóðu IUF (alþjóðasamtök starfsfólks í matvælaiðnaði, landbúnaði og hótelum) fyrir alþjóðlegri ráðstefnu launafólks í fiskvinnslu og fiskeldi á Hótel Natura í Reykjavík. Starfsgreinasambandið á aðild að samtökunum og aðstoðaði við skipulagningu ráðstefnunnar. Gestir ráðstefnunnar komu víða að, m.a. frá ýmsum Evrópulöndum, Asíu, Kyrrahafsríkjum og Afríku.
2. mars 2023
SGS undirritar nýjan kjarasamning við LS og SSÚ
Undirritaður hefur verið nýr kjarasamningur fyrir starfsfólk sem vinnur við uppstokkun eða beitningu í landi og netavinnu. Samningurinn er á  milli Starfsgreinasambands Íslands annars vegar og Landssambands smábátaeigenda og Samtaka smærri útgerða hins vegar.