27. júní 2011
Nýr kjarasamningur við Landsvirkjun samþykktur
Starfsgreinasamband Íslands f.h. aðildarfélaga sinna og Landsvirkjun undirrituðu nýjan kjarasamning í síðustu viku. Samningurinn var kynntur og lagður fyrir félagsmenn til atkvæðagreiðslu á fimmtudag og föstudag.
Á kjörskrá voru 30 manns
Kosningaþátttaka var 57% eða 17 manns
Já sögðu 17 eða 100%
Enginn sagði nei, og engum auðum eða ógildum seðlum var skilað inn.
Samninginn má finna hér
24. júní 2011
Kjarasamningur samþykktur
Kjarasamningur SGS f.h. aðildarfélaga og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs var samþykktur í póstatkvæðagreiðslu.
Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar voru eftirfarandi:
Á kjörskrá voru: 1.492 manns
Atkvæði greiddu: 494 eða 33%
Já sögðu: 458 manns eða 92,8%
Nei sögðu: 35 manns eða 7,1%
Auðir og ógildir: 3 seðlar eða 0,1%
Kjarasamningurinn er því samþykktur með miklum meirihluta atkvæða.
21. júní 2011
Nýr kjarasamningur við Landsvirkjun
Starfsgreinsamabandið fyrir hönd aðildarfélaga sinna og Landsvirkjun hafa undirritað nýjan kjarasamning.
Samningurinn verður kynntur félagsmönnum og atkvæði greidd um hann í vikunni og niðurstöður kosninganna verða kynntar mánudaginn 27.júní.
Samningurinn er að flestu leyti eins og samningur SGS við SA. Launahækkanir eru sama prósenta og um sömu eingreiðslur er að ræða. Samningur þessi fylgir sa…
16. júní 2011
Nýr kjarasamningur við Flugleiðahótel ehf.
Starfsgreinasamband fyrir hönd eftirtalinna félaga: Stéttarfélag Vesturlands, Stéttarfélagið Samstaða, Eining-Iðja, Framsýn stéttarfélag, Afl-starfsgreinafélag, Verkalýðsfélag Suðurlands og Báran stéttarfélag hefur skrifað undir samning við Flugleiðahótel ehf. vegna sumarhótela þeirra.
Helstu breytingar á kjarasamninunum eru þessar:
Eingreiðsla að upphæð 50.000kr verður greidd út hverjum st…
14. júní 2011
Sýnum ábyrga afstöðu og greiðum atkvæði!
Kæru félagsmenn
Við minnum á að á morgun, miðvikudaginn 15.júní, er síðasti séns að póstleggja atkvæði sitt í kosningunni um kjarasamning SGS f.h. aðildarfélaga við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs.
Atkvæðaseðlar skulu hafa borist fyrir kl 16:00 þriðjudaginn 21.júní 2011
Látið ykkur málið varða, takið afstöðu og kjósið!
Kveðja,
Starfsgreinasamband Íslands