27. október 2023
Þingi Starfsgreinasambandsins lokið
Níunda þingi Starfsgreinasambands Íslands er nú lokið. Samþykktar voru sex ályktanir; um kjaramál, byggðamál, heilbrigðismál, húsnæðismál og lífeyrismál. Jafnframt samþykkti þingið ályktun um stuðning við eldri borgara og öryrkja. Þá var starfsáætlun til tveggja ára samþykkt sem og breytingar á lögum og þingsköpum sambandsins.
25. október 2023
Fráfarandi formenn kvaddir á þingi SGS
Í lok fyrsta þingdags voru formlega kvaddir þrír formenn sem nýverið hafa látið af formennsku í sínu félagi, þau Kolbeinn Gunnarsson, Björn Snæbjörnsson og Signý Jóhannesdóttir. Þau eiga öll yfir 40 ára starf að baki innan verkalýðshreyfingarinnar.
25. október 2023
9. þing SGS sett - ræða formanns
Níunda þing Starfsgreinasambands Íslands var sett á Hótel Natura í Reykjavík í dag en á þingið í ár eru mættir 135 fulltrúar frá 18 aðildarfélögum sambandsins til að leggja línurnar í kjaramálum og starfsemi sambandsins til næstu tveggja.
16. október 2023
9. þing SGS
9. þing Starfsgreinasambands Íslands fer fram dagana 25.-27. október næstkomandi á Hótel Natura í Reykjavík. Þingið hefur æðsta vald í málefnum sambandsins og þar eru lagðar línurnar í kjaramálum og starfsemi sambandsins til næstu tveggja ára.