31. mars 2022
Forkastanleg ummæli seðlabankastjóra
Framkvæmdastjórn Starfsgreinasambands Íslands furðar sig á ummælum seðlabankastjóra á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun, um að Hagvaxtaraukinn muni ekki koma sér vel. Launafólk um land allt sem fær, í samræmi við taxtahækkun kjarasamninga, 10.500 króna hækkun útborgaða 1. maí, á ekki skilið slíka sendingu frá seðlabankastjóra. Hækkunin endurspeglar þann hagvöxt sem er í efnahagskerfinu og auðvitað á launafólk að njóta þess.
25. mars 2022
Þingi SGS lokið
Vel heppnuðu þingi SGS, sem haldið var í Hofi á Akureyri, lauk á hádegi í dag. Á þinginu var rætt um brýn hagsmunamál launafólks nú í aðdraganda kjarasamnninga og mörkuð stefna sambandsins á næstu misserum. Einnig voru gerðar breytingar á lögum sambandsins og rætt um innra starf þess. Þá var ný forysta sambandsins kjörin.
25. mars 2022
Vilhjálmur Birgisson kosinn nýr formaður SGS
Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness var kosinn nýr formaður Starfsgreinasambands Íslands á þingi sambandsins á Akureyri.
23. mars 2022
8. þing SGS sett - ræða formanns
Innviðaráðherra, forseti ASÍ, bæjarstjórinn á Akureyri, kæru þingfulltrúar og aðrir gestir Velkomin á 8. þing Starfsgreinasambands Íslands, sem haldið er að þessu sinni á Akureyri.
22. mars 2022
8. þing Starfsgreinasambands Íslands
8. þing Starfsgreinasambands Íslands verður sett í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri 23. mars næstkomandi, og mun standa yfir í þrjá daga. Þingið er æðsta vald í málefnum sambandsins og þar eru lagðar línurnar í kjaramálum og starfsemi sambandsins til næstu tveggja ára.