28. október 2022
Fyrsti fundur SGS og LÍV með SA
Líkt og áður hefur komið fram þá ákváðu stærstu landssambönd launafólks á vinnumarkaði, Starfsgreinsamband Íslands (SGS) og Landssamband íslenzkra verzlunarmanna (LÍV), að taka höndum saman í viðræðum við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning.
25. október 2022
LÍV og SGS saman í kjaraviðræður
Stærstu landssambönd launafólks á vinnumarkaði, Landssamband íslenzkra verzlunarmanna og Starfsgreinsamband Íslands, hafa ákveðið að taka höndum saman í viðræðum við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning. Samstarfið nær til hátt í 90 þúsund einstaklinga sem starfa á almennum vinnumarkaði innan tuttugu stéttarfélaga.
6. október 2022
45. þing Alþýðusambands Íslands
Þrjú hundruð fulltrúar frá tæplega 50 stéttarfélögum af öllu landinu koma saman á 45. þingi ASÍ dagana 10.-12. október næstkomandi, en þingið verður að þessu sinni haldið á Hótel Nordica í Reykjavík. Starfsgreinasambandið á 121 fulltrúa á þinginu í ár, sem koma frá 19 aðildarfélögum sambandins.
5. október 2022
Nýr framkvæmdastjóri mættur til starfa
Í vikunni hóf Björg Bjarnadóttir, nýráðinn framkvæmdastjóri, formlega störf hjá Starfsgreinasambandinu. Flosi Eiríksson, fráfarandi framkvæmdastjóri SGS, mun verða Björgu innan handar næstu vikurnar og koma henni inn í dagleg störf. Björg kemur til með að stýra skrifstofu SGS og bera ábyrgð á daglegum rekstri sambandsins ásamt því að sinna fjölmörgum öðrum verkefnum.