30. október 2012
Atvinnuþátttaka 81,2%
Samkvæmt nýútkomnum Hagtíðindum Hagstofu Íslands um vinnumarkaðinn var atvinnuþátttaka hér á landi 81,2% á þriðja ársfjórðungi ársins 2012, sem jafngildir því að 181.900 manns hafi verið á vinnumarkaði að jafnaði á tímabilinu. Af þeim voru 172.700 starfandi en 9.200 án vinnu og í atvinnuleit. Ef atvinnuþátttakan er borin saman við sama tímabil árið 2011 þá er um að ræða fækkun upp á  1,6%, eða u…
24. október 2012
Endurbætt jafnréttisstefna og aðgerðaáætlun ASÍ
Í aðdraganda þings ASÍ var jafnréttisstefna og aðgerðaáætlun sambandsins endurskoðuð og samþykkt á miðstjórnarfundi. Í stefnunni er lögð áhersla á innleiðingu jafnlaunastaðalsins til að vinna gegn launamuni kynjanna og virkja bæði kyn til þátttöku á öllum sviðum samfélagsins og innan vébanda hreyfingarinnar. Stefnan og aðgerðaáætlunin 2012-2016 er svohljóðandi: Stefna Jafn réttur og jöfn tæki…
22. október 2012
Signý endurkjörin varaforseti - fulltrúar SGS í miðstjórn ASÍ
Fertugasta þingi Alþýðusambands Ísalands lauk fyrir helgi og var meðal annars kosið í stjórn ASÍ. Gylfi Arnbjörnsson var endurkjörinn forseti og Signý Jóhannesdóttir, formaður Stéttarfélags Vesturlands var endurkjörinn varaforseti. Auk hennar eru fulltrúar aðildarfélaga SGS í miðstjórn ASÍ þau: Björn Snæbjörnsson formaður Einingar-Iðju, Sigurður Bessason formaður Eflingar, Sigurrós Kristinsdótt…
16. október 2012
Þing Alþýðusambands Íslands
40. þing Alþýðusambands Íslands hefst á morgun (miðvikudag) á Hótel Nordica, Reykjavík og stendur það yfir í þrjá daga. Yfirskrift þingsins að þessu sinni er Atvinnu og velferð í öndvegi. Á þingið mæta tæplega þrjú hundruð fulltrúar launafólks af öllu landinu til að móta heildarsamtökunum stefnu og starfsáætlun og velja þeim forystu. Helstu áherslur þingsins verða atvinnu-, húsnæðis- og lífey…
14. október 2012
Starfsmenn SGS í heimsókn hjá aðildarfélögum
Undanfarnar vikur hafa starfsmenn SGS, þau Drífa Snædal framkvæmdastjóri og Árni Steinar Stefánsson sérfræðingur, sótt nokkur af aðildarfélögum sambandsins heim. Heimsóknirnar hafa undantekningalaust verið góðar og gagnlegar og til þess fallnar að efla samskipti milli skrifstofunnar og félaganna. Félögin sem hafa nú þegar verið heimnsótt eru Báran á Selfossi, Eining-Iðja á Akureyri, Framsýn á…