30. september 2014
Fleiri aðildarfélög gagnrýna stjórnvöld
Starfsgreinasambandið greindi frá því í síðustu viku að nokkur aðildarfélaga sambandsins hefðu sent frá sér harðorðar ályktanir þar sem stefna stjórnvalda og nýtt fjárlagafrumvarp er  gagnrýnt harkalega. Nú hafa fleiri félög innan SGS látið í sér heyra og sent frá sér ályktanir um fjárlagafrumvarpið. Ályktun frá Verkalýðsfélagi Suðurlands Verkalýðsfélag Suðurlands mótmælir harðlega  þeirri aðför…
29. september 2014
Vel heppnaðir fræðsludagar
Dagana 25. og 26. september sl. stóð Starfsgreinasambandið fyrir fræðsludögum fyrir starfsfólk aðildarfélaga sambandsins. Fræðsludagarnir voru að þessu sinni haldnir í Kríunesi og mættu alls 14 fulltrúar frá 7 félögum. Fyrri daginn fjallaði Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur, um mannleg samskipti út frá hinum ýmsu hliðum og fékk þátttakendur m.a. til að ræða þau krefjandi mannlegu samskipti sem…
25. september 2014
VSFK skorar á ríkisstjórnina
Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun þar sem lýst er yfir miklum vonbrigðum með þær niðurskurðarhugmyndir sem fram koma í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Stjórn Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis  lýsir miklum vonbrigðum með þær niðurskurðarhugmyndir sem fram koma í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Frumvarpið sýn…
25. september 2014
Kjaramálaþing á Selfossi
Báran stéttarfélag og Verslunarmannafélag Suðurlands héldu kjaramálaþing á þriðjudagskvöld til að undirbúa ASÍ þingið og komandi kjarasamninga. Fjölmenni var á þinginu frá hinum fjölbreyttustu vinnustöðum á Suðurlandi og voru fjörugar umræður og hópastörf undir styrkri stjórn Félagsmálaskóla Alþýðu. Þátttakendum varð tíðrætt um misskiptingu og hvernig mætti auka jöfnuð í samfélaginu og tryggja að…
24. september 2014
Aðildarfélög innan SGS senda stjórnvöldum tóninn
Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag og Stéttarfélagið Samstaða hafa sent frá sér harðorðar ályktanir þar sem stefna stjórnvalda og nýtt fjárlagafrumvarp er  m.a. gagnrýnt harkalega. Ályktun frá Bárunni stéttarfélagi Báran, stéttarfélag  lýsir vanþóknun sinni á því hugarfari sem lýsir sér  í flestum þeim aðgerðum stjórnvalda sem snerta almennt launafólk á Íslandi og opinberar, í besta fall…