Vel heppnaðir fræðsludagar

Dagana 25. og 26. september sl. stóð Starfsgreinasambandið fyrir fræðsludögum fyrir starfsfólk aðildarfélaga sambandsins. Fræðsludagarnir voru að þessu sinni haldnir í Kríunesi og mættu alls 14 fulltrúar frá 7 félögum. Fyrri daginn fjallaði Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur, um mannleg samskipti út frá hinum ýmsu hliðum og fékk þátttakendur m.a. til að ræða þau krefjandi mannlegu samskipti sem þau hafa upplifað í sínum störfum. Dagskráin hélt svo áfram daginn eftir með erindum frá Vinnueftirlitinu um Vinnuvernd og líkamsbeitingu og erindi sagnfræðingsins Magnús Sveins Helgasonar, um stöðu verkafólks fyrr á tímum. Tímanum eftir það var svo að varið í að kynna verkefnin framundan hjá SGS, ræða fræðslumál sambandsins og kynna nýjan innri vef SGS. Stefnt er á að halda þennan viðburð reglulega framvegis, enda hefur mikil ánægja ríkt meðal þátttakenda með hvernig til hefur tekist.
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag