Nýir kauptaxtar SGS fyrir þá sem starfa á almennum vinnumarkaði eru komnir á vefinn, en þeir gilda frá 1. febrúar til 31. desember 2024. Kauptaxtar hækka að lágmarki um 23.750 kr, en launatafla SGS heldur hlutfallslegum bilum á milli flokka og þrepa og hækkar því umfram 23.750 kr. Almenn mánaðarlaun hækka um 3,25% og kjaratengdir liðir hækka einnig um 3,25%.
Nýja kauptaxta má nálgast hér.