29. apríl 2022
Framkvæmdastjórn SGS lýsir yfir þungum áhyggjum af vaxandi verðbólgu
Framkvæmdastjórn SGS lýsir yfir þungum áhyggjum af vaxandi verðbólgu sem bitnar hvað harðast á láglaunafólki. Útlit er fyrir að húsnæðisverð og hækkun hrávöruverðs muni hafa áframhaldandi áhrif á hækkandi verðlag. Að mati Starfsgreinasambandsins hafa stjórnvöld misst tökin á húsnæðismarkaðinum sem meðal annars hefur orðið til þess að verðbólga fer áfram vaxandi og mælist nú 7,2%.
29. apríl 2022
Fjárhagsstaða félagsfólks í aðildarfélögum SGS
Varða, Rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, lagði fyrir umfangsmikla könnun meðal launafólks í lok síðasta árs og niðurstöður könnunarinnar birtust í skýrslu sem var gefin var út nýlega. Markmið könnunarinnar var meðal annars að afla upplýsinga um fjárhagslega stöðu launafólks.
19. apríl 2022
Uppfærðir kauptaxtar vegna hagvaxtarauka
Í síðustu kjarasamningum var samið í fyrsta skipti um svokallaðan hagvaxtarauka sem tekur mið af stöðu hagkerfisins. Með þessu móti fær launafólk fasta krónutölu í launahækkun á mánaðarlaun sín ef ákveðinn hagvaxtarauki næst. Til þess að hagvaxtaraukinn virkist þarf hagvöxtur á mann að vera meiri en 1%.