5. maí 2025
VLFS vinnur mál í Félagsdómi vegna alvarlegra brota gegn félagafrelsi
Þann 30. apríl sl. kvað Félagsdómur upp dóm í máli sem Verkalýðsfélag Suðurlands rak fyrir hönd félagsmanns síns gegn hóteli á Suðurlandi og féllst á allar dómkröfur félagsins í málinu. Félagsmaðurinn sem um ræðir er fyrrum starfsmaður hótelsins. Þegar hann óskaði eftir því tilheyra áfram sínu stéttarfélagi, nánar tiltekið Verkalýðsfélagi Suðurlands, hótaði eigandi og stjórnarmaður hótelsins honum uppsögn. Viku síðar var félagsmanninum sagt upp störfum.
2. maí 2025
Orlofsuppbót 2025 - reiknivélar fyrir félagsmenn
Starfsgreinasambandið vill minna félagsmenn á rétt sinn á að fá greidda orlofsuppbót (persónuuppbót), en það er föst fjárhæð sem atvinnurekendum er skylt að greiða starfsfólki sínu í maí/júní ár hvert. Uppbótin miðast við starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu, inniheldur orlof og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum kjarasamninga.
30. apríl 2025
Fjölbreytt dagskrá um land allt á baráttudegi verkalýðsins
Á morgun 1. maí verður baráttudagur verkalýðsins haldinn hátíðlegur um allt land og boða aðildarfélög SGS og önnur stéttarfélög til baráttufunda, hátíðarhalda og kröfuganga víða um land á þessum mikilvæga baráttudegi. Dagskráin er að vanda afar fjölbreytt en hér að neðan má sjá viðburði á hverjum stað fyrir sig. Nánari dagskrá hefur verið auglýst í fréttabréfum félaganna og á heimasíðum viðkomandi stéttarfélags. Félagsmenn og aðrir eru hvattir til að fjölmenna!
8. apríl 2025
Kjarasamningsbundnar launahækkanir í apríl
Starfsgreinasambandið vill minna félagsmenn á að ganga vel úr skugga um hvort kjarasamningsbundnar launahækkanir skili sér þegar laun fyrir aprílmánuð verða greidd út um næstu mánaðarmót. Annars vegar er um að ræða kauptaxtahækkanir á almennum vinnumarkaði hins vegar hækkanir hjá þeim sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum.
21. mars 2025
Lágmarkskauptaxtar hækka um 0,58% frá 1. apríl 2025
Sérstök launa- og forsendunefnd kjarasamninga á almennum vinnumarkaði, sem skipuð er fulltrúum frá ASÍ og SA, kom saman til fyrsta fundar föstudaginn 7. mars sl. Nefndin hefur úrskurðað að kauptaxtaauki virkist frá og með 1. apríl næstkomandi og munu lágmarkskauptaxtar kjarasamninga hækka um 0,58% frá og með 1. apríl 2025.