24. október 2025
Stofnanasamningur undirritaður við Náttúruverndarstofnun og Þjóðgarðinn á Þingvöllum
Fulltrúar Starfsgreinasambands Íslands undirrituðu í vikunni nýjan stofnanasamning við Náttúruverndarstofnun og Þjóðgarðinn á Þingvöllum. Nýr samningur leysir af hólmi eldri samning milli SGS og Umhverfisstofnunar, Vatnajökulsþjóðgarðs og Þjóðgarðsins á Þingvöllum.
23. október 2025
Kvennaverkfall um land allt
Það verður kraftmikil dagskrá um land allt, þegar konur leggja niður störf 50 árum eftir fyrsta kvennaverkfallið. Hér fyrir neðan má finna dagskrá verkalýðsfélaganna á deginum, auk nokkurra annarra valinna viðburða utan höfuðborgarsvæðisins.
13. október 2025
Stefnan skýr til næstu tveggja ára
Á 10. þingi Starfsgreinasambandsins sem lauk á dögunum voru samþykktar sjö ályktanir um byggðamál, starfsemi PCC á Bakka, húsnæðismál, kjaramál, leikskólamál, lífeyrismál og starfsemi erlenda vörsluaðila lífeyrissparnaðar hér á landi.
10. október 2025
10. þingi Starfsgreinasambandsins lokið
10. þingi Starfsgreinasambandsins lauk í dag. Samþykktar voru sjö ályktanir um byggðamál, starfsemi PCC á Bakka, húsnæðismál, kjaramál, leikskólamál, lífeyrismál og starfsemi erlenda vörsluaðila lífeyrissparnaðar hér á landi. Allar ályktanir og afgreidd mál þingsins má nálgast á þingvef SGS.
9. október 2025
Skrifstofan lokuð vegna þings SGS
Vegna þings Starfsgreinasambandsins sem fer nú fram á Akureyri vill starfsfólk SGS koma því á framfæri að skrifstofan verður lokuð fram yfir helgi. Fyrirspurnum verður svarað við fyrsta tækifæri.