29. apríl 2014
1. maí - barátta og hátíð um allt land
Aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands boða til baráttufunda, hátíðarhalda og kröfuganga víða um land 1. maí. Dagskráin er jafn fjölbreytt og félögin eru mörg en hér að neðan má sjá viðburði á hverjum stað fyrir sig. Nánari dagskrá hefur verið auglýst í fréttabréfum félaganna og á heimasíðum viðkomandi stéttarfélags. Félagar og aðrir eru hvattir til að mæta, fagna áunnum réttindum og brýna sig…
23. apríl 2014
Nýr kjarasamningur við Flugleiðahótel ehf. vegna sumarhótela
Starfsgreinasamband Íslands og Flugleiðahótel ehf. undirrituðu í dag nýjan kjarasamnings sem tekur til starfsfólks á Edduhótelum sem vinna eftir hlutaskiptakerfi. Samningurinn kemur til viðbótar kjarasamningi aðila frá 22. júní 2011 og tekur mið af breytingum sem gerðar voru á kjarasamningum á almennum vinnumarkaði sem undirritaðir voru 21. desember 2013 ásamt sáttatillögu ríkissáttasemjara frá 20…
23. apríl 2014
Ríkissamningurinn samþykktur
Talin hafa verið atkvæði vegna samkomulags um breytingar og framlengingu á kjarasamningi við fjármála og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs við  Starfsgreinasambands Íslands. Samkomulagið var undirritað 1. apríl síðastliðinn og félagar greiddu atkvæði um samkomulagið í póstatkvæðagreiðslu. Samningurinn var samþykktur með 71,5% atkvæða en kjörsókn var 30%. Í samkomulaginu felst launahækkun um að lág…
9. apríl 2014
Undirbúningur póstatkvæðagreiðslu
Í gær (8. apríl) sendi Starfsgreinasambandið út kjörgögn vegna atkvæðagreiðslu um nýtt samkomulag við ríkið. Kjörstjórn mætti á skrifstofu sambandsins í gær í þeim tilgangi að senda kjörgögnin út og það tókst með skipulagðri og góðri vinnu kjörstjórnar og starfsmanna. Á kjörskrá eru tæplega 1.000 manns og munu þessir sömu einstaklingar fá kjörgögnin í hendurnar á næstu dögum. SGS hvetur að sjálfsö…
7. apríl 2014
Kynningarefni vegna samkomulags við ríkið
Starfsgreinasambandið hefur útbúið kynningarefni í framhaldi af undirritun samkomulags SGS við ríkið frá 1. apríl sl. Í kynningarefninu má m.a. finna upplýsingar um fyrirkomulag atkvæðagreiðslunnar, helstu atriði samkomulagsins og nýjar launatöflur. Upplýsingarnar eru á þremur tungumálum; íslensku, ensku og pólsku. Kynningarefni vegna samkomulags við ríkiðPdf-icon.[hr toTop="false" /]