28. júní 2016
Árangur Íslands í algleymingi
Það er óhætt að segja að sigur Íslands á Englendingum á Evrópumótinu í knattspyrnu í gær hafið vakið athygli víða - eðlilega, enda um að ræða stórkostlegan árangur. Sigurinn virðist ekki hafa farið fram hjá systrafélögum SGS á Norðurlöndunum því í dag hefur hamingjuóskum rignt inn til SGS frá fjölda félögum þar sem íslenska liðið er lofsamað og hvatt áfram til frekari afreka. Starfsgreinasambandi…
20. júní 2016
Mansalsverkefni hlýtur styrk úr jafnréttissjóði
Þann 19. júní var úthlutað 100 milljónum úr jafnréttissjóði og hlaut verkefni sem Starfsgreinasambandið er í forsvari fyrir 2 milljónir. Verkefnið heitir „Gegn mansali – samvinna yfir landamæri“ og er markmið verkefnisins að auka þekkingu hér á landi á mansali, miðla þeirri vinnu sem unnin hefur verið síðustu tvö árin og styrkja tengsl við erlenda aðila til að auðvelda samstarf í framtíðinni. Styr…
10. júní 2016
Nýr kjarasamningur við NPA miðstöðina
Fyrr í dag undirritaði Starfsgreinasamband Íslands nýjan kjarasamning við NPA miðstöðina. Samningsviðræður hafa staðið yfir í dágóðan tíma og liggur mikil og góð samvinna samningsaðila að baki samningsins. Gildistími samningsins er frá 1. maí 2015 til 31. desember 2018 og tekur hann til vinnu félagsmanna aðildarfélaga SGS í störfum sem aðstoðarfólk fatlaðs fólks. Þá tekur samningurinn mið af aðalk…
7. júní 2016
Framtíðin er björt!
Starfsgreinasambandið boðaði til fundar ungs fólks í tengslum við útvíkkaðan formannafund sambandsins í Grindavík í byrjun júní. Aðildarfélögum bauðst að senda tvo fulltrúa undir þrítugu og voru félögin hvött til þess að hafa fulltrúana af sitt hvoru kyninu. 19 manns tóku þátt í fundinum frá 10 aðildarfélögum sambandsins og var meðalaldur þátttakenda um 26 ár. Tilgangur fundarins var annarsvegar…
6. júní 2016
Barátta hótel- og veitingastarfsfólks í Noregi skilaði árangri
Nýlega átti hótel- og veitingastarfsfólk í Noregi og stéttarfélög þess í hörðum átökum við viðsemjendur sína vegna kröfu um hækkun lægstu launa. Eftir fjögurra vikna verkfall náðist loks samkomulag milli aðila um samningsrétt, hækkun launa og sérstaka hækkun lægstu launa. Samkomulagið var undirritað 21. maí síðastliðinn og var það í framhaldinu samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta. Það er mál mann…