30. ágúst 2023
Fræðsludagar og formannafundur í Reykjanesbæ
Dagana 6. og 7. september næstkomandi mun Starfsgreinasambandið standa fyrir fræðsludögum fyrir starfsfólk aðildarfélaga sambandsins, en þetta verður í sjöunda sinn sem SGS stendur fyrir viðburði sem þessum. Að þessu sinni fara fræðsludagarnir fram á Hótel Keflavík í Reykjanesbæ og er skráning með besta móti, tæplega 40 manns.