22. desember 2017
Jólakveðja SGS
Starfsgreinasamband Íslands sendir öllum landsmönnum bestu óskir um gleðirík  jól og von um frið og ríka samstöðu á nýju ári. Vakin er athygli á að skrifstofa SGS verður opin milli jóla og nýárs (miðvikudag - föstudags) skv. venjulegum opnunartíma. Jafnframt er hægt að hafa samband við starfsfólk SGS í gegnum tölvupóst (sgs@sgs.is).

15. desember 2017
#metoo
Konur sem starfa eða hafa starfað innan verkalýðshreyfingarinnar sendu heildarsamtökum launafólks svohljóðandi bréf í þessari viku. Í þessu sambandi er rétt að benda á nýsamþykkta aðgerðaráætlun Starfsgreinasambandsins auk útgefins efnis til að fræða starfsfólk stéttarfélaga um kynferðislega áreitni og viðbrögð við því. „Til forystu samtaka launafólks, Að undanförnu hafa konur í verkalýðshreyfin…
8. desember 2017
Síðasti formannafundur ársins
Í dag hélt Starfsgreinasambandið formannafund í þriðja og síðasta skipti á árinu 2017 og fór hann að þessu sinni fram í höfuðstöðvum sambandsins í Reykjavík. Til fundarins voru boðaðir formenn allra aðildarfélaga sambandsins, 19 talsins. Ýmis mál voru á dagskrá fundarins. Þar á meðal má nefna umræður um viðbrögð aðildarfélaganna við umræðu um kynferðisleg áreitni á vinnustöðum og innleiðingu aðge…
1. desember 2017
Kjaramálaráðstefna - mikilvægur undirbúningur
Dagana 6. og 7. desember næstkomandi mun Starfsgreinasamband Íslands standa fyrir kjaramálaráðstefnu um kjarasamningsamninga SGS og Samtaka atvinnulífsins. Ráðstefnan fer fram Hótel Reykjavík Natura, en ráðstefnuna sækja fulltrúar frá aðildarfélögum SGS. Ráðstefnan mun byggjast á samlestri á kjarasamningum en einnig verða ákveðin atriði tekin til sérstakrar umfjöllunar. Starfsmenn SGS munu svo í k…
27. nóvember 2017
„Viltu ekki tylla þér aðeins stúlkan mín?!“
Um þessar mundir stendur Starfsgreinasamband Íslands, í samstarfi við Norræn samtök starfsfólks í hótel- og veitingagreinum, fyrir herferð þar sem kastljósinu er beint að kynferðislegri áreitni innan hótel- og veitingageirans. Rannsóknir hafa sýnt  að kynferðisleg áreitni er sorglega algeng innan þessa geira. Það er ólíðandi og eitthvað sem enginn á að þurfa að þola - áreitni og annað ofbeldi er A…