26. janúar 2018
Þekkir þú réttindi þín og skyldur á vinnumarkaði?
Í byrjun árs 2016 hóf Starfsgreinasamband Íslands að halda úti mánaðarlegum kynningarherferðum í þeim tilgangi að upplýsa og fræða launafólk um réttindi sín og skyldur á vinnumarkaði. Í hverjum mánuði var eitt ákveðið þema í brennidepli og svokölluðum fræðslumolum deilt reglulega  á Facebook-síðu SGS. Herferðirnar vöktu mikla athygli og fór dreifingin fram úr okkar björtustu vonum, en skv. tölfræð…
25. janúar 2018
Áhrif #metoo á vinnumarkaðinn
ASÍ-UNG efna til pallborðsumræðu um áhrif #metoo byltingarinnar innan vinnumarkaðarins og aðgerðir stéttarfélaga í þeim málum, þriðjudaginn 6. febrúar kl.20.00 í Stúdentakjallaranum.  #metoo byltingin hefur verið mikið í umræðunni undanfarið bæði hér á landi og um allan heim. ASÍ-UNG langar að fá ólík sjónarmið að borðinu og bjóða upp á vettvang fyrir spurningar frá gestum úr ýmsum áttum. Í pallb…
25. janúar 2018
Atvinnuleysi var 3% í desember
Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru að jafnaði 201.700 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði í desember 2017, sem jafngildir 81,8% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 195.600 starfandi og 6.100 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 79,3% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 3%. Samanburður mælinga fyrir desember 2016 og 2017 sýna að vinnuaflið hefur a…
15. janúar 2018
Ný vefsíða um sjálfboðaliðastarfssemi í loftið
Ný vefsíða um sjálfboðaliðastarfssemi hefur litið dagsins ljós undir slóðinni www.volunteering.is. Á síðunni er m.a. að finna grunnupplýsingar um það hvernig vinnumarkaðurinn virkar á Íslandi og til hvaða stéttarfélag skal leita á því svæði sem viðkomandi hyggst vinna á. Þá er síðunni ætlað að veita þeim, sem hyggjast koma til landsins til sjálfboðastarfa, upplýsingar um sín réttindi og hvetja þau…
12. janúar 2018
Ályktun framkvæmdastjórnar um atvinnuleysisbætur og fæðingarorlof
Töluverður árangur náðist í síðustu kjarasamningum um að hækka lægstu laun þó betur megi ef duga skal, enda ná þau ekki enn lágmarksframfærsluviðmiðum. Ef tekið er mið af umsaminni hækkun sem kemur til framkvæmda í maí á þessu ári, verði samningum ekki sagt upp, hafa lágmarkslaun hækkað um 91% á áratug. Á sama tíma hefur grunnréttur atvinnuleysistrygginga hækkað um 52,09% og  grunnréttur til fæðin…