28. mars 2018
Ertu að vinna um páskana?
Starfsgreinasambandið vill minna á að öll yfirvinna á stórhátíðardögum greiðist með tímakaupi sem 1.375% af mánaðarlaunum án vaktaálags. Þetta gildir ekki um reglubundna vinnu, þar sem vetrarfrí er veitt samkvæmt sérstökum samningum vegna vinnu á umræddum dögum. Til stórhátíðardaga telst bæði föstudagurinn langi (30. mars) og páskadagur (1. apríl). Hvað varðar hvíldartíma þá á starfsmaður rétt á…
22. mars 2018
Rúmlega 80% atvinnuþátttaka í febrúar
Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands er áætlað að 198.300 manns á aldrinum 16–74 ára hafi að jafnaði verið á vinnumarkaði í febrúar 2018, sem jafngildir 80,1% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 193.500 starfandi og 4.800 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 78,2% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 2,4%. Samanburður mælinga fyrir febrúar 2017 og 2018 sýnir a…
14. mars 2018
Formannafundur SGS
Í gær, 13. mars, hélt Starfsgreinasambandið formannafund og var hann að þessu sinni haldinn í höfuðstöðvum sambandsins í Reykjavík. Til fundarins voru boðaðir formenn allra aðildarfélaga sambandsins. Mæting var góð, en alls mættu 17 af 19 formönnum á fundinn. Á dagskrá fundarins voru eftir mál:
  1. Kynning á nýju persónuverndarlögum
  2. Kynning á drögum að kjarasamningskafla um stjórnkerfi lífeyriss…
7. mars 2018
Sólveig Anna Jónsdóttir verður næsti formaður Eflingar-stéttarfélags
Sólveig Anna Jónsdóttir verður næsti formaður Eflingar-stéttarfélags og mun hún taka við af Sigurði Bessasyni, fráfarandi formanni, á aðalfundi félagsins þann 26. apríl nk. B listi Sólveigar Önnu fékk 2099 atkvæði en A listi stjórnar og trúnaðarráðs fékk 519 atkvæði. Þeir sem voru með Sólveigu Önnu á lista og taka sæti í stjórn Eflingar eru Magdalena Kwiatkowska hjá Café Paris, Aðalgeir Björnsson,…
6. mars 2018
Laun starfsfólks hjá ríkinu hækka um 0,5% til viðbótar
Laun félagsmanna í aðildarfélögum SGS sem starfa hjá ríkinu munu hækka um að 0,5 prósent frá síðustu áramótum (1. janúar 2018) vegna samkomulags um að launaþróun opinberra starfsmanna verði ekki lakari en á almennum vinnumarkaði.Reglulega er skoðað hvort bæta þurfi opinberu starfsfólki upp launaþróun á almennum markaði og þetta var niðurstaðan að þessu sinni. Áður höfðu laun þessa hóps hækkað um a…