Ertu að vinna um páskana?

Starfsgreinasambandið vill minna á að öll yfirvinna á stórhátíðardögum greiðist með tímakaupi sem 1.375% af mánaðarlaunum án vaktaálags. Þetta gildir ekki um reglubundna vinnu, þar sem vetrarfrí er veitt samkvæmt sérstökum samningum vegna vinnu á umræddum dögum. Til stórhátíðardaga telst bæði föstudagurinn langi (30. mars) og páskadagur (1. apríl). Hvað varðar hvíldartíma þá á starfsmaður rétt á a.m.k. 11 klst. samfelldri hvíld á hverjum sólarhring en við mjög sérstakar aðstæður er heimilt að skerða hvíldina og eins vegna vaktavinnu og þá má hvíld fara niður í 8 stundir. Almennt á starfsmaður rétt á tveimur frídögum í hverri viku en telst annar þeirra vera hvíldardagur og skal sá tengjast beint daglegum hvíldartíma. Starfsmaðurinn á því að fá 35 klst. samfellda hvíld einu sinni í viku.
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag