22. desember 2018
Per­sónu­afslátt­ur og skatt­leys­is­mörk hækka
Per­sónu­afslátt­ur ein­stak­linga verður 677.358 kr. fyr­ir árið 2019, eða 56.447 kr. á mánuði. Árleg­ur per­sónu­afslátt­ur hækk­ar sam­kvæmt því um 30.619 kr. milli ár­anna 2018 og 2019, eða um 2.552 kr. á mánuði. Hækk­un per­sónu­afslátt­ar nem­ur 4,7%. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­inu. Þar kemur einnig fram að skatt­leys­is­mörk tekju­skatts og út­sv…
21. desember 2018
Jólakveðja SGS
Starfsgreinasamband Íslands sendir öllum landsmönnum bestu óskir um gleðirík  jól og von um frið og ríka samstöðu á nýju ári. Vakin er athygli á að skrifstofa SGS verður opin milli jóla og nýárs (27. og 28. desember) skv. venjulegum opnunartíma. Jafnframt er hægt að hafa samband við starfsmenn SGS í gegnum tölvupóst (sgs@sgs.is).
20. desember 2018
Fréttatilkynning frá Starfsgreinasambandi Íslands
Innan raða Starfsgreinasambands Íslands (SGS) eru 19 stéttarfélög rúmlega 57 þúsund félagsmanna um land allt. Samninganefndir hvers félags um sig fara með samningsumboð fyrir hönd sinna félagsmanna en hafa oft falið sameiginlegri samninganefnd SGS að fara með umboðið. Ef einstök félög meta það svo að það sé skynsamlegra vegna aðstæðna hjá þeim að hafa umboðið hjá sér og eiga viðræður beint við atv…
19. desember 2018
Ný skýrsla um konur af erlendum uppruna á íslenskum vinnumarkaði
Starfsgreinasamband Íslands vill vekja athygli á nýútkominni skýrslu rannsóknarverkefnis um konur af erlendum uppruna á íslenskum vinnumarkaði, sem sambandið stóð fyrir. Skýrsluna í heild sinni má lesa hér. Þrjú aðildarfélög Starfsgreinasambandsins lögðu fram aðstoð við vinnslu rannsóknarinnar; Efling stéttarfélag, Eining-Iðja og Báran stéttarfélag. Kveikjan að verkefninu var #metoo-byltingin sem…
5. desember 2018
Kjaramálaráðstefna - mikilvægur undirbúningur
Dagana 3. og 4. desember stóð Starfsgreinasambandið fyrir kjaramálaráðstefnu um kjarasamninga sambandsins við ríki og sveitarfélög. Ráðstefnuna sóttu fulltrúar frá aðildarfélögum SGS og fór hún fram á Fosshotel Reykjavík. Á ráðstefnunni var mestum tíma verið varið í samlestur á köflum samninganna en einnig fór talsverður tími í hópavinnu. Starfsmenn SGS munu svo úr niðurstöðum ráðstefnunnar á næst…