24. maí 2010
Íslensk matvælaframleiðsla í hæsta gæðaflokki innanlands og erlendis.
,,Ný stefnumörkun fyrir nýsköpun í matvælavinnslu á Íslandi er nauðsynleg, stefnumörkun sem aðilar vinnumarkaðarins, stjórnvöld og vísindasamfélagið verða að koma að,” segir í ályktun framkvæmdastjórnar Starfsgreinasambandsins frá 21. þ.m. Framkvæmdastjórnin bendir á að í dag stækkar sá markhópur sem gerir kröfur um vörur sem hafa sérstöðu sem byggja á góðri hönnun, gæðum, öryggi og rekjanle…
21. maí 2010
Tryggja verður trúverðugleika lífeyriskerfisins og samfélagslega ábyrgar fjárfestingar.
„Framkvæmdastjórn Starfsgreinasambandsins telur mikilvægt að lífeyrissjóðakerfið grundvallist áfram á skylduaðild, samtryggingu, sjóðasöfnun og sjálfbærni kynslóðanna. Tryggja verður að fjárfestingarstefna sjóðanna sé unnin á traustum forsendum. Þar verða hagsmunir sjóðfélaga að sitja í fyrirúmi þar sem fagleg vinnubrögð og siðferðileg nálgun haldast í hendur. Hafi verið misbrestur þar á verð…
1. maí 2010
Við viljum vinna! - 1. maí ávarp framkvæmdastjóra SGS á Selfossi
„Samstaða, samhugur og samábyrgð eru í raun grundvallarverðmæti sem við eigum þegar á reynir. Þennan kraft eigum við líka að virkja í þeim efnahagshamförum sem á okkur hafa dunið í kjölfar bankahrunsins. Nú sem aldrei fyrr verða allir að leggjast á eitt að vinna þjóðina út úr vandanum. Sérhagsmunir og stundarhagsmunir pólitískra flokka verða að víkja fyrir hagsmunum almennings í þessu landi.“…