28. desember 2023
Áskorun gegn gjaldskrárhækkunum
Fyrr í dag átti SGS fund með Samtökum atvinnulífsins ásamt samfloti landssambanda og stærstu stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði. Um var að ræða fyrsta formlega fundinn um endurnýjun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði.
22. desember 2023
Stærstu stéttarfélög og landssambönd á almennum vinnumarkaði taka höndum saman um nýja þjóðarsátt
Íslensk heimili hafa of lengi verið föst í spennitreyju ofurvaxta og óðaverðbólgu, en hætta er á að kjarabætur sem náðst hafa fram í kjarasamningum síðustu ára brenni upp og verði að engu. Það hvernig tekst til við endurnýjun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði eftir áramótin mun skera úr um þetta.
22. desember 2023
Gleðilega hátíð
Starfsgreinasamband Íslands sendir öllum landsmönnum bestu óskir um gleðirík jól og von um ríka samstöðu og aukinn kaupmátt á nýju ári. Vakin er athygli á að skrifstofa SGS verður opin samkvæmt hefðbundnum opnunartíma milli jóla og og nýárs (27.-29. desember).
27. nóvember 2023
Við erum ekki á matseðlinum!
Norræn samtök starfsfólks í hótel- og veitingagreinum hvetja árlega til vitundavakningar meðal fólks um áreitni og fyrir öryggi starfsfólks undir yfirskriftinni „Við erum ekki á matseðlinum!“. Nú þegar tími jólahlaðborða og ýmissa veisluhalda er genginn í garð er því ekki úr vegi að minna mikilvægi þess að sýna starfsfólki í þjónustugreinum þá virðingu og tillitssemi sem það á skilið. Því miður er kynferðisleg áreitni nánast hversdagslegt athæfi innan hótel- og veitingageirans, sem er algjörlega ólíðandi og eitthvað sem enginn á að þurfa að þola.
20. nóvember 2023
Samninganefnd SGS skorar á lánastofnanir að veita Grindvíkingum fullan greiðslufrest
Fyrir helgi kom samninganefnd SGS saman til fundar í húsakynnum sambandsins, en samninganefndina skipa formenn allra 18 aðildarfélaga SGS. Á fundinum var gengið frá kröfugerð sambandsins gagnvart Samtökum atvinnulífsins og farið yfir stöðu kjaramála.