26. maí 2023
Nýr samningur við NPA miðstöðina
Þann 9. maí síðastliðinn undirrituðu Starfsgreinasamband Íslands og Efling stéttarfélag nýjan kjarasamning við NPA miðstöðina. Samningurinn tekur til vinnu félagsmanna aðildarfélaga SGS í störfum sem aðstoðarfólk fatlaðs fólks og gildir frá 1. nóvember 2022 til 31. janúar 2024.
24. maí 2023
Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2023
Starfsgreinasambandið vill minna félagsmenn á rétt sinn á að fá greidda orlofsuppbót/persónuuppbót, en það er föst fjárhæð sem atvinnurekendum er skylt að greiða starfsfólki sínu í maí/júní ár hvert.
16. maí 2023
Efling segir sig úr SGS
Skrifstofu Starfsgreinasambands Íslands hefur borist tilkynning um úrsögn Eflingar úr sambandinu. Í henni kemur fram að úrsögnin taki strax gildi og að Efling er ekki lengur aðildarfélag SGS.
3. maí 2023
Silja tekur við af Signýju hjá Stéttarfélagi Vesturlands
Á aðalfundi Stéttarfélags Vesturlands sem haldinn var þann 26. apríl síðastliðinn voru gerðar breytingar á forystu félagsins. Signý Jóhannesdóttir lét af formennsku eftir 15 ár í starfi en Signý hefur starfað á vettvangi verkalýðshreyfingarinnar í yfir 40 ár, m.a. sem varaforseti ASÍ og í framkvæmdastjórn SGS. Þá gegndi hún formennsku í Verkalýðsfélaginu Vöku á Siglufirði um árabil.
28. apríl 2023
Baráttudagur verkalýðsins haldinn hátíðlegur 1. maí - fjölbreytt dagskrá hjá stéttarfélögunum
Aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands boða til baráttufunda, hátíðarhalda og kröfuganga víða um land á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí. Dagskráin er að vanda afar fjölbreytt, en nánari dagskrá er auglýst á heimasíðum og fréttabréfum félaganna.