29. nóvember 2022
Öflugir félagsliðar á fræðsludegi
Um 20 félagsliðar komu saman á fræðsludegi félagsliða sem haldinn var á Fosshótel Reykjavík í síðustu viku. Starfsgreinasamband Íslands og Félag íslenskra félagsliða standa sama fyrir þessum fyrir árlega viðburði sem er fyrir löngu orðinn fastur liður í starfsemi sambandsins.
29. nóvember 2022
Desemberuppbót 2022
Samkvæmt kjarasamningum ber atvinnurekendum að greiða starfsfólki sínu desemberuppbót í byrjun desember ár hvert. Uppbótin er háð ákveðnum skilyrðum sem varða t.a.m. starfstíma og starfshlutfall á yfirstandandi ári.
14. nóvember 2022
VR/LÍV og SGS vísa kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara
Íslenskt atvinnulíf stendur styrkum fótum og staða fyrirtækja hefur sjaldan verið betri. Hvert fyrirtækið á fætur öðru skilaði methagnaði á síðasta ári og allt bendir til þess að árið í ár verði ekki síðra. Útflutningsgreinarnar – undirstöður atvinnulífsins – standa afar vel. Sjávarútvegurinn skilaði tugmilljarða króna hagnaði í fyrra og ferðaþjónustan hefur náð flugi á nýjan leik eftir Covid.
8. nóvember 2022
Fræðsludagur félagsliða haldinn 23. nóvember
Þann 23. nóvember næstkomandi verður hinn árlegi fræðsludagur félagsliða haldinn á Fosshótel í Reykjavík, en þetta er í sjöunda skipti sem fræðsludagurinn er haldinn. Hann var fyrst haldinn á Akureyri haustið 2014 og svo árlega fram til ársins 2019, en hefur hins vegar ekki farið fram síðastliðinn tvö ár vegna Covid.
3. nóvember 2022
Nýr stofnanasamningur undirritaður við Umhverfisstofnun, Vatnajökulsþjóðgarð og Þjóðgarðinn á Þingvöllum
Fulltrúar Starfsgreinasambandsins undirrituðu í dag nýjan stofnanasamning við Umhverfisstofnun, Vatnajökulsþjóðgarð og Þjóðgarðinn á Þingvöllum.