27. nóvember 2023
Við erum ekki á matseðlinum!
Norræn samtök starfsfólks í hótel- og veitingagreinum hvetja árlega til vitundavakningar meðal fólks um áreitni og fyrir öryggi starfsfólks undir yfirskriftinni „Við erum ekki á matseðlinum!“. Nú þegar tími jólahlaðborða og ýmissa veisluhalda er genginn í garð er því ekki úr vegi að minna mikilvægi þess að sýna starfsfólki í þjónustugreinum þá virðingu og tillitssemi sem það á skilið. Því miður er kynferðisleg áreitni nánast hversdagslegt athæfi innan hótel- og veitingageirans, sem er algjörlega ólíðandi og eitthvað sem enginn á að þurfa að þola.
20. nóvember 2023
Samninganefnd SGS skorar á lánastofnanir að veita Grindvíkingum fullan greiðslufrest
Fyrir helgi kom samninganefnd SGS saman til fundar í húsakynnum sambandsins, en samninganefndina skipa formenn allra 18 aðildarfélaga SGS. Á fundinum var gengið frá kröfugerð sambandsins gagnvart Samtökum atvinnulífsins og farið yfir stöðu kjaramála.
14. nóvember 2023
Desemberuppbót 2023
Samkvæmt kjarasamningum ber atvinnurekendum að greiða starfsfólki sínu desemberuppbót í byrjun desember ár hvert. Uppbótin er háð ákveðnum skilyrðum sem varða t.a.m. starfstíma og starfshlutfall á yfirstandandi ári.