22. ágúst 2024
Ræstingarauki um næstu mánaðarmót
Í kjarasamningi SGS og SA, sem undirritaður var í mars síðastliðnum, var samið um svokallaðan ræstingarauka fyrir starfsfólk í ræstingum. Þetta þýðir að ræstingarfólk fær sérstaka viðbótargreiðslu með launum fyrir ágúst sem greidd verða út um næstu mánaðamót.
6. ágúst 2024
Nýr kjarasamningur fyrir starfsfólk í uppstokkun, beitningu og netavinnu
Á dögunum gekk Starfsgreinasambandið frá nýjum kjarasamningi fyrir starfsfólk í uppstokkun, beitningu og netavinnu. Samningurinn er á milli SGS annars vegar og Landssambands smábátaeigenda og Samtaka smærri útgerða hins vegar. Um er að ræða langtímasamnings sem gildir frá 1. febrúar 2024 til 31. janúar 2028, sbr. samnings SGS og Samtaka atvinnulífsins frá því í mars sl.