27. ágúst 2013
Vafasöm vímuefnapróf
Persónuvernd hefur undanfarna mánuði fengið fjölda ábendinga vegna vímuefnaprófana á vinnustöðum og skráningu persónuupplýsinga um starfsmenn. Í mánuðinum birti Persónuvernd álit sitt og kemur þar fram að vafi leiki á að heimildir séu fyrir slíkum prófum. Ekki er fjallað um þau í lögum eða kjarasamningum og þó að atvinnurekendur fái samþykki starfsmanna fyrir slíkum prófum þá er ekki víst að þa…
21. ágúst 2013
Atvinnuleysi ekki mælst lægra í tæplega fimm ár
Samkvæmt nýjustu vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar mældist atvinnuleysi 3,1% hér á landi í júlí sl., en atvinnuleysi hefur ekki mælst svo lágt hjá Hagstofunni síðan í október 2008. Þess má geta að atvinnuleysið mældist 4,4% í júlí 2012 og hefur því minnkað um 1,3% síðan þá. Atvinnuleysi mældist  3,6% meðal karla í könnuninni en 2,6% meðal kvenna. Lesa má nánar um framkvæmd og aðferð rannsókn…
19. ágúst 2013
Staðall um launajafnrétti
ASÍ, SA og velferðarráðuneytið höfðu forgöngu um gerð staðals um launajafnrétti kynjanna í samræmi við bókun aðila vinnumarkaðarins við gerð kjarasamninga í febrúar 2008 og bráðabrigðaákvæði jafnréttislaga nr. 10/2008. Verkið var unnið undir leiðsögn Staðlaráðs Íslands og með aðkomu fjölmargra aðila. Staðlaráð Íslands hefur gefið út staðal sem er ætlaður sem grundvöllur fyrir vottunarkerfi að…
14. ágúst 2013
Fjölgun starfa milli ára
Í nýju ársfjórðungsriti Hagstofunnar eru birtar vinnumarkaðstölur frá 2. ársfjórðungi 2013 og gerð grein fyrir töluverðri fjölgun starfa miðað við sama tímabil 2012. Fjölgunin nemur 2.800 störfum og á sama tíma fjölgar starfsmönnum í fullu starfi um 3.500. Það dregur því úr atvinnuleysi og heilsdagsstörfum fjölgar á meðan hlutastörfum fækkar um 200. Þetta verður til þess að heildarvinnutími h…
12. ágúst 2013
Nýtt samkomulag vegna starfsmanna hvalaskoðunarfyrirtækja
Þann 9. ágúst síðastliðinn undirritaði Framsýn stéttarfélag og Samtök atvinnulífsins samkomulag um túlkun á kjörum og réttarstöðu félagsmanna Framsýnar sem starfa á hvalaskoðunarbátum. Samkomulagið markar ákveðin tímamót, enda er þetta í fyrsta skipti sem gert er sérstakt samkomulag um kjör starfsmanna við hvalaskoðun. Samkomulagið byggir á kjarasamningi sjómanna og fólks í ferðaþjónustu og…