Nýtt samkomulag vegna starfsmanna hvalaskoðunarfyrirtækja

Þann 9. ágúst síðastliðinn undirritaði Framsýn stéttarfélag og Samtök atvinnulífsins samkomulag um túlkun á kjörum og réttarstöðu félagsmanna Framsýnar sem starfa á hvalaskoðunarbátum. Samkomulagið markar ákveðin tímamót, enda er þetta í fyrsta skipti sem gert er sérstakt samkomulag um kjör starfsmanna við hvalaskoðun. Samkomulagið byggir á kjarasamningi sjómanna og fólks í ferðaþjónustu og hefur sama gildistíma og kjarasamningar á almenna vinnumarkaðinum. Þess má geta að samningaviðræður hafa staðið yfir í marga mánuði með hléum, en nú síðast óskaði Framsýn eftir aðkomu Ríkissáttasemjara að málinu sem vann að því með Samtökum atvinnulífsins og Framsýn að ná samkomulagi í deilunni. Samkomulagið í heild sinni má nálgast hér. 
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag