30. júní 2022
SGS auglýsir eftir framkvæmdastjóra
Starfsgreinasamband Íslands óskar eftir að ráða öflugan einstakling í starf framkvæmdastjóra. Um er að ræða afar fjölbreytt og krefjandi starf.
22. júní 2022
SGS afhendir SA kröfugerð sína
Viðræðunefnd Starfsgreinasambands Íslands afhenti í dag fulltrúum Samtaka atvinnulífsins kröfugerð SGS vegna kjarasamninga á almennum markaði, sem verða lausir 1. nóvember næstkomandi. Á fundinum var rætt um fyrirkomulag komandi viðræðna og þau úrlausnarefni sem liggja fyrir samningsaðilum. Gert er ráð fyrir að formlegar viðræður byrji um miðjan ágúst og voru aðilar sammála um að ganga skipulega til verks. Hér að neðan eru nokkur meginatriði úr kröfugerð sambandsins.
20. júní 2022
Nýr stofnanasamningur við Skógræktina
Starfsgreinasambandið og Skógræktin hafa gert með sér nýjan stofnanasamning um forsendur og reglur um röðun starfa við stofnunina. Samningurinn nær til allra starfsmanna hjá Skógræktinni sem starfa og njóta ráðningarkjara samkvæmt kjarasamningi SGS og ríkisins. Samninginn má nálgast hér.
2. júní 2022
Aneta nýr formaður Verkalýðsfélags Þórshafnar
Aðalfundur Verkalýðsfélag Þórshafnar var haldinn 31. maí síðastliðinn. Á fundinum var Aneta Potrykus kosinn formaður félagsins en hún tekur við af Svölu Sævarsdóttur, sem hefur verið formaður frá 2009 til 2022, með eins árs hléi. Svala mun þó sitja áfram í stjórn félagsins sem varaformaður.