30. september 2020
Kjarasamningar halda
Í Lífskjarasamningunum svonefndu sem undirritaðir voru 3. apríl 2019 var ákvæði um sérstaka launa- og forsendunefnd sem hafði það verkefni ,,að leggja mat á forsendur kjarasamningsins og ákvæði hans um hagvaxtarauka og taxtaauka”.  Forsendunefndin var skipuð þremur fulltrúum frá samninganefndum félaganna og þremur frá Samtökum atvinnulífsins.
16. september 2020
Fyrsta skýrsla kjaratölfræðinefndar
Í morgun var fyrsta skýrsla kjaratölfræðinefndar kynnt á fjarfundi, en kjaratölfræðinefnd er nýr samstarfsvettvangur um gerð og hagnýtingu tölfræðiupplýsinga um laun og efnahag sem nýtast við kjarasamningsgerð. Í skýrslunni er fjallað um kjarasamningslotuna sem hófst árið 2019, umfang kjarasamningagerðar og þróun efnahagsmála og launa.
14. september 2020
Ný stjórn ASÍ-UNG
Á 6. þingi ASÍ-UNG sem haldið var föstudaginn 11. september var kjörin ný stjórn. Vegna samkomutakmarkana var ákveðið að hafa þingið rafrænt og fresta allri málefnavinnu fram á veturinn.